Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 31. mars 2021 18:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Næsta lið reynslunni ríkari og tilbúið að mæta aftur eftir tvö ár"
Icelandair
Róbert Orri Þorkelsson.
Róbert Orri Þorkelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Róbert í viðtali við RÚV í Ungverjalandi.
Róbert í viðtali við RÚV í Ungverjalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varnarmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir tap Íslands gegn Frakklandi í riðlakeppni U21 Evrópumótsins.

Þetta var síðasti leikur Íslands í mótinu en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum í riðlinum.

„Mér fannst við gera þetta ágætlega. Við byrjuðum af krafti og fylgdum skipulagi vel. Svo fáum við á okkur mark þarna en mér fannst við halda alltaf áfram og fylgja skipulagi ágætlega. Við gáfum Frökkunum góðan leik," sagði Róbert.

Hann var þá spurður út í það hvort hann hefði verið sáttur með sína frammistöðu í leiknum.

„Mér fannst hún allt í lagi fyrir utan það þegar mörkin koma. Ég hef ekki séð almennilega hvernig þetta var en í öðru markinu er ég ekki viss hvort ég geri hann réttstæðann," sagði Róbert.

Ísland spilaði með fimm manna vörn í dag. Það var vitað að það væri möguleiki fyrir mót.

„Já, algjörlega. Við erum viðbúnir öllu og erum fljótir að taka við upplýsingum. Þetta lið var tilbúið í það og mönnum leið vel í þessu kerfi. Það hentaði vel í dag."

„Mér finnst vera mjög mikill stígandi í liðinu frá fyrsta leik. Við byrjuðum þetta ekki eins og við vildum en mér finnst við hafa stígið upp með hverjum leik. Við getum tekið margt út úr þessu móti og við getum lært mikið."

Margir af strákunum eru gjaldgengir í næstu undankeppni sem hefst á þessu ári, þar á meðal Róbert. „Næsta lið sem fer og keppir, það verður reynslunni ríkari og tilbúnir að mæta aftur á þetta mót eftir tvö ár."

„Mér fannst strákarnir allir spila mjög vel og ekki síður þeir sem eru tilbúnir í næstu keppni. Auðvitað töpum við leiknum og það er ekki gott."

Róbert var spurður hvort andstæðingarnir í mótinu - Rússland, Danmörk og Frakklandi - hafi verið sterkari en liðið hafi átt von á.

„Ég get bara svarað fyrir mig. Við höfðum fulla trú á okkur sjálfum og ætluðum auðvitað að vinna alla leiki. Það sem er mikilvægast er að læra af því sem við fórum í gegnum á mótinu og komum reynslunni ríkari," sagði Róbert Orri, varnarmaður íslenska U21 landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner