Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 31. mars 2023 15:00
Elvar Geir Magnússon
Barcelona staðfestir að vera í sambandi við Messi
Mynd: Getty Images
Rafael Yuste, varaforseti Barcelona, hefur staðfest að félagið hafi verið í sambandi við Lionel Messi um mögulega endurkomu.

Það var tilfinningarík kveðjustund og tár á kinnum þegar Messi kvaddi Barcelona 2021 en félagið var ekki í stakk búið til að bjóða honum nýjan samning vegna fjárhagsstöðu félagsins.

Samningur Messi við Paris Saint-Germain rennur út í sumar.

Barca fer ekki leynt með að vilja endurheimta heimsmeistarann.

„Leo og hans fjölskylda vita vel hug okkar. Ég tók þátt í viðræðunum á sínum tíma sem ekki gengu upp. Það er enn mikil eftirsjá í því að Leo gat ekki verið áfram hjá okkur. Hann veit í hve miklum metum hann er hjá okkur. Ég myndi elska það að hann kæmi til baka. Við höfum að sjálfsögðu verið í sambandi við hann og hans fólk," segir Yuste.

Óvíst er hvort Messi geri nýjan samning við PSG eða fari annað. Heimkoma til Barceona yrði rómantísk en hann er einnig með tilboð frá Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu.
Athugasemdir
banner
banner