Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 31. maí 2023 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mourinho gæti bætt met Trapattoni í kvöld
Trapattoni var seigur í Evrópu.
Trapattoni var seigur í Evrópu.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho gæti bætt Evrópumet Giovanni Trapattoni með því að sigra Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld.

Roma mætir Sevilla á Puskas leikvanginum í Búdapest í kvöld. Mourinho er stjóri Roma og hefur til þessa farið í fimm úrslitaleiki í Evrópukeppnum og alltaf hefur hann staðið uppi sem sigurvegari.

Það er eitthvað sem enginn annar en Trapattoni getur státað af, báðir hafa þeir unnið alla fimm úrslitaleikina þar sem þeir hafa verið á hliðarlínunni.

Mourinho vann Meistaradeildina og Evrópukeppni félagsliða með Porto, Meistaradeildina með Inter, Evrópudeildina með Manchester United og svo Sambandsdeildina með Roma í fyrra.

Trappatoni, sem er 84 ára, vann fjóra Evróputitla hjá Juventus og einn hjá Inter. Síðast þjálfaði hann landslið Vatíkansins.

Sevilla er svo sjálft með 100% árangur í úrslitaleikjum í Evrópudeildinni. Liðið hefur sex sinnum farið í úrslitaleik keppninnar síðan 2006 og unnið alla leikina.

Sjá einnig:
Mourinho vildi ekki ræða framtíðina - „Viljum bara spila leikinn"
Mourinho: Sagan vinnur ekki fótboltaleiki
Athugasemdir
banner
banner