Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
banner
   mið 31. maí 2023 19:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tielemans tilkynnir brottför frá Leicester
Mynd: EPA

Youri Tielemans tilkynnti á Instagram síðu sinni í kvöld að hann yfirgefi Leicester þegar samningur hans rennur út í sumar.


Tielemans birti myndband þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum, leikmönnum og öðru starfsfólki félagsins fyrir.

Þessi 26 ára gamli belgíski miðjumaður gekk til liðs við Leicester árið 2019 frá Monaco en hann vann FA bikarinn og Samfélagsskjöldinn árið 2021 hjá Leicester.

Ný liðið tímabil var mikil vonbrigði fyrir félagið þar sem það féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Hann hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum Englands.


Athugasemdir