Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 31. júlí 2020 12:00
Elvar Geir Magnússon
Chelsea og Man City vilja fá Gimenez
Chelsea og Manchester City vilja fá Jose Maria Gimenez, varnarmann Atletico Madrid.

ESPN segir að bæði félög vilji fá þennan 25 ára úrúgvæska miðvörð til að bæta varnarleik sinn.

Gimenez gerði nýjan samning við Atletico síðasta sumar og er nú bundinn til 2023, samningurinn er með 120 milljóna evra riftunarákvæði.

Gimenez hefur verið hluti af aðalliði Atletico í sex tímabil. Er harður í horn að taka, snöggur og með leiðtogahæfileika. Hann á það þó til að meiðast ansi oft.
Athugasemdir
banner
banner