Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 31. júlí 2021 15:05
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Gunnlaugs og Nikolaj Hansen til FH eftir tímabilið?
Arnar Gunnlaugsson gæti tekið við FH-ingum eftir tímabilið
Arnar Gunnlaugsson gæti tekið við FH-ingum eftir tímabilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, gæti tekið við FH eftir tímabilið en Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson ræddu þetta í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í dag.

Arnar hefur þjálfað Víking við góðan orðstír síðustu þrjú árin en hann aðstoðaði Loga Ólafsson tímabilið á undan.

Það hefur áður verið rætt um að Arnar gæti tekið við FH en nú er hávær orðrómur um að FH ætlar að fá hann eftir tímabilið.

Ólafur Jóhannesson gerði samning við FH út þessa leiktíð og sér félagið Arnar sem arftaka hans. Ekki nóg með það þá ætla FH-ingar að fá Nikolaj Hansen, framherja Víkings, með í pakkadíl.

Hansen framlengdi við Víking til 2023 í maí og gæti þetta því kostað FH-inga skildinginn.

„Saga sem er orðin ansi hávær núna og ekki í fyrsta sinn sem þessi aðili er orðaður við þetta félag. Ég heyrði það frá góðum manni þegar ég mætti í Kópavoginn. Aðalsagan er að FH ætlar að fá Arnar Gunnlaugs til að taka við liðinu," sagði Elvar Geir.

„Óli Jó samdi út tímabilið og FH ætlar að reyna að keyra á það að fá Arnar Gunnlaugs til að taka við og fá Nicolaj Hansen með í pakkadíl úr Fossvoginum."

„Þetta yrði heldur betur áhugavert því þetta yrðu dýrustu vistaskipti í sögu íslenska fótboltans. Arnar Gunnlaugs er á samningi og engin klásúla til að fara. Nikolaj Hansen er svo nýbúinn að semja til 2023," bætti Tómas Þór við.
Útvarpsþátturinn - Blikar í banastuði og peningarnir í íslenska boltanum
Athugasemdir
banner
banner
banner