Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 31. júlí 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
HM-hetja Argentínu til Bologna?
Mynd: EPA
Blaðamaðurinn Gaston Edul segir í dag að argentínski hægri bakvörðurinn Gonzalo Montiel gæti verið á leið til Bologna á Ítalíu.

Montiel er samningsbundinn Sevilla á Spáni en hann eyddi síðasta tímabili á láni hjá Nottingham Forest á Englandi.

Hann mun á næstu vikum ræða við stjórnarmenn Sevilla til að fá að vita hvort hann sé hluti af framtíðaráætlunum félagsins.

Möguleiki er á að hann yfirgefi Sevilla í sumar og er Bologna sagt reiðubúið að leggja fram formlegt tilboð.

Montiel, sem er 27 ára gamall, var hetja Argentínu á HM 2022 í Katar, en hann skoraði úr fjórðu spyrnu liðsins í vítakeppni gegn Frökkum í úrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner