Rodri, Trippier, Casemiro og Moyes eru meðal þeirra sem koma við sögu
banner
   fim 31. ágúst 2017 14:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum Blikinn Efete lánaður í utandeildina (Staðfest)
Efete í baráttu með Blikum fyrr í sumar.
Efete í baráttu með Blikum fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Michee Efete, sem íslenskir fótboltaunnendur kannast kannski við, hefur verið lánaður frá Norwich City til Torquay United, sem leikur í 4. efstu deild Englands (e. National League).

Hinn tvítugi Efete getur spilað sem hægri bakvörður og sem miðvörður.

Hann spilaði með Breiðabliki fyrri hluta sumars og stóð sig vel. Hann spilaði í hjarta varnarinnar hjá Kópavogsliðinu.

Hann fór aftur til Norwich þegar Elfar Freyr Helgason sneri aftur til Breiðabliks eftir dvöl hjá Horsens í Danmörku.

Efete hefur bara spilað með U-23 ára liði Norwich síðan hann kom aftur til félagsins. Hann hefur ekki komið við sögu hjá aðalliðinu.

Sjá einnig:
Efete þakklátur fyrir tímann hjá Breiðabliki

Fótbolti.net er með alla anga úti í umfjöllun um leikinn gegn Kosóvó og hægt er að fylgjast með bak við tjöldin á samskiptamiðlum okkar, þar á meðal Fotboltinet á Snapchat.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu hérna

Staðan? Skoðaðu möguleikana í riðli Íslands

Smelltu hér til að sjá líkegt byrjunarlið

Með því að smella hér má hlusta á ítarlega upphitun fyrir leikinn úr útvarpsþættinum



Athugasemdir
banner
banner
banner