
Það eru allir heilir í leikmannahópi Íslands sem mætir Finnlandi í undankeppni HM 2018 á laugardaginn. Liðið æfði sína lokaæfingu í Helsinki í morgun og ætlar svo að sjá fyrsta leik körfuboltalandsliðsins gegn Grikklandi eftir hádegið.
Strax að leik loknum stíga þeir svo upp í rútu sem flytur þá til Tampere en þar fer leikurinn fram á laugardaginn. Þeir æfa á keppnisvellinum í fyrramálið.
„Það eru allir klárir og lítið um eymsli," sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari liðsins við Fótbolta.net. Jóhann Berg Guðmundsson var í sérmeðferð á æfingu liðsins á þriðjudaginn en Heimir segir hann líka kláran í slaginn.
„Hann fékk hné í læri í leik um helgina og það tekur yfirleitt 3 daga að fara úr mönnum svo ég hef engar áhyggjur af því og held að hann verði á fullu í dag."
Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu hér að ofan en í lok viðtalsins ræðir hann um að íslenska landsliðið sé eins og her fyrir herlausa landið Ísland.
„Við erum of fámenn til að eiga her og landsliðin eru því okkar her sem getur farið og sigrað stórþjóðir," útskýrði Heimir.
„Þetta er miklu meira en kappleikur fyrir Íslendinga og gefur okkur svo ofboðslega mikið hvort sem það er körfuboltalandsliðið, fótboltalandsliðin ða handboltalandsliðið í gegnum tíðina. Þetta er miklu meira virði fyrir íslenska stuðningsmanninn ef við náum að standa okkur vel sem landslið. Ég gæti verið einhver herforingi," sagði Heimir svo hlæjandi að lokum.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir