„Fyrst og fremst opinn og skemmtilegur leikur. Mér sýndist þetta stefna í að verða skemmtilegasti 0-0 leikur sem ég hef á ævi minni séð en þetta féll okkar megin. Munurinn í endann var að þeir skutu í stöngina en við í netið.“
Lestu um leikinn: Keflavík 2 - 0 Þór
Aðspurður um atvikið á 53. mínútu þar sem að Helgi Mikael dæmir mark af Adam Pálssyni hafði Eysteinn Húni þetta að segja:
„Það var bara pirrandi en ég treysti þeim. Ég sagði nú við Helga eftir leik að ef þetta færi að verða vikulegt hjá honum þá gætu menn orðið pirraðir á honum. Ég sé ekki það sem þeir sjá en þeir hljóta þá að sjá það betur en ég.“
„Við eigum þrjá hörkuleiki eftir, við tvö lið sem eru að berjast um að fara upp og eitt sem er að berjast fyrir lífi sínu svo ef einhver ætlar að fara að halla sér aftur og slaka á þá höfum við ekki efni á því. Við munum nýta það sem eftir er af tímabilinu til að sýna okkar bestu hliðar. Ég vil minnast á það að varamennirnir sem komu inn á sem eru strákar sem hafa lítið verið að spila og komu inn á með mjög jákvæðan anda og fyrir hvaða lið sem er, er það ómetanlegt að hafa.“
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.