Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. ágúst 2021 19:57
Victor Pálsson
Lengjudeildin: Öruggt hjá Kórdrengjum - Jafnt í Mosfellsbæ
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla
Kórdrengir unnu skyldusigur í Lengjudeild karla í kvöld er liðið mætti Víkingi Ólafsvík á heimavelli sínum. Víkingar eru fallnir í 2. deildina.

ÍBV vann lið Þórs fyrr í kvöld 1-0 og þurftu Kórdrengir á þremur stigum að halda til að halda í við Eyjamenn.

Kórdrengir unnu sannfærandi 4-0 heimasigur og eru einu stigi á eftir ÍBV þegar liðið hefur leikið 19 leiki.

ÍBV er hins vegar í kjörstöðu en liðið hefur leikið tveimur leikjum minna.

Í hinum leiknum sem var að ljúka áttust við Afturelding og Vestri en þessi lið eru um miðja deild.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli í Mosfellsbæ þar sem Vestri jafnaði metin þegar stutt var eftir.

Afturelding er í sjöunda sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Vestra sem er sæti ofar.

Kórdrengir 4 - 0 Víkingur Ó.
1-0 Leonard Sigurðsson ('7 )
2-0 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('15 )
3-0 Magnús Andri Ólafsson ('83 )
4-0 Axel Freyr Harðarson ('92 )

Lestu um leikinn

Afturelding 2 - 2 Vestri
0-1 Pétur Bjarnason ('29 )
1-1 Arnór Gauti Ragnarsson ('31 )
2-1 Kári Steinn Hlífarsson ('65 )
2-2 Pétur Bjarnason ('83 )

Lestu um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner