Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 31. ágúst 2021 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Saul fær ekki að fara til Chelsea
Saul Niguez
Saul Niguez
Mynd: EPA
Saul Niguez, miðjumaður Spánarmeistara Atletico Madrid, hefur fengið þau skilaboð að hann fái ekki að fara til Chelsea.

Chelsea vill fá Spánverjann á láni með möguleika um kaup í framtíðinni. Samkvæmt heimildum Mail ætlaði Atletico að hleypa Saul í burtu en ákvað um helgina að hann færi hvergi.

Atletico gæti verið opið fyrir því að selja leikmanninn en ljóst er að hann er ekki á leið á láni til Chelsea.

Saul er 26 ára miðjumaður sem uppalinn er hjá Real og Atletico Madrid. Hann á að baki 19 A-landsleiki en er ekki í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni.

Chelsea er þá í viðræðum við Sevilla um kaup á Jules Kounde en Sevilla er sagt vilja fá um 55 milljónir punda í miðvörðinn. Síðasta tilboð Chelsea hljóðaði upp á 43 milljónir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner