Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 31. ágúst 2022 18:52
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum leikmaður Þróttar semur við FCK
Christian Sörensen spilaði með Þrótturum árið 2016
Christian Sörensen spilaði með Þrótturum árið 2016
Mynd: Þróttur
Danmerkurmeistarar FCK hafa fengið nýjan leikmann til félagsins en Christian Nikolaj Sörensen er kominn frá Viborg.

Sörensen er fæddur árið 1992 og getur spilað nokkrar stöður, þó einna helst í vinstri bakverði.

Hann hefur átt frábært tímabil til þessa og skorað 2 mörk og lagt upp 3 fyrir Viborg.

Leikmaðurinn hefur nú fært sig yfir til dönsku meistaranna í FCK en Þróttarar ættu að þekkja Sörensen vel, enda spilaði hann með þeim sumarið 2016.

Sörensen spilaði 12 leiki og skoraði 2 mörk fyrir Þrótt í Pepsi-deildinni er Þróttur féll og yfirgaf hann liðið eftir tímabilið og samdi við Fredericia.

FCK hefur byrjað tímabilið illa. Liðið er í 8. sæti með 9 stig eftir sjö leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner