Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. október 2020 14:27
Ívan Guðjón Baldursson
Jakob Leó nýr þjálfari kvennaliðs HK (Staðfest)
Mynd: Hulda Margrét
Jakob Leó Bjarnason hefur verið ráðinn sem nýr aðalþjálfari meistaraflokks kvenna hjá HK.

Jakob Leó er búinn að skrifa undir tveggja ára samning sem gildir út tímabilið 2022.

Jakob Leó er 35 ára gamall og hefur verið við stjórnvölinn hjá meistaraflokki kvenna hjá Haukum síðustu þrjú ár, þar til hann yfirgaf félagið í lok september eftir að hafa mistekist að komast upp í efstu deild.

HK fór upp úr 2. deild kvenna þegar bundið var enda á Íslandsmótið í vikunni og mun því leika í Lengjudeildinni á næsta ári.


Athugasemdir
banner
banner