Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
banner
   fim 31. október 2024 09:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KR tilkynnir komu Alexanders Helga (Staðfest)
Alexander Helgi er mættur í KR.
Alexander Helgi er mættur í KR.
Mynd: KR
KR hefur birt fréttatilkynningu þess efnis að Alexander Helgi Sigurðarson sé genginn í raðir félagsins frá Breiðabliki.

Það var sagt frá því í júlí síðastliðnum að Alexander Helgi væri búinn að semja um að fara til KR eftir tímabilið sem var að klárast um síðustu helgi.

Hjá KR hittir miðjumaðurinn sinn fyrrum þjálfara, Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Hann er uppalinn Bliki og hefur leikið þar stærstan hluta ferilsins. Alexander er 28 ára miðjumaður sem fór á sínum tíma til AZ og var í akademíu hollenska félagisns. Hann hefur auk þess leikið með Víkingi Ólafsvík og sænska liðinu Vasalund á sínum ferli. Á sínum tíma lék hann átján leiki fyrir yngri landsliðin.

„Við bjóðum Alexander Helga velkominn í KR og vonumst til að sjá hann blómstra í KR treyjunni á næsta tímabili," segir í tilkynningu KR sem hefur bætt við sig fjölmörgum leikmönnum fyrir næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner