mán 15. nóvember 2010 09:08
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
Hodgson: Sætti mig við það ef félagið vill gefa öðrum starfið
Roy Hodgson.
Roy Hodgson.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson knattspyrnustjóri Liverpool segir að hann ætli að halda áfram að gera sitt besta fyrir félagið en er tilbúinn að sætta sig við það ef félagið gefur öðrum starfið.

Liverpool tapaði 2-0 fyrir Stoke um helgina en það kom í kjölfar jafnteflis við Wigan en fram að því hafði gengið verið að snúast til hins betra. Stuðningsmenn Liverpool á Brittania leikvangnum í Stoke sungu nafn Kenny Dalglish í stúkunni og vilja sjá breytingar.

,,Ef félagið ákveður að þeir vilji gefa öðrum starfi þá verð ég að sætta mig við það ef sá dagur rennur upp," sagði Hodgson. ,,Okkur vantar leikmenn, eins og allir vita og við höfum ekki marga möguleika."

,,Stuðningsmennirnir geta kallað á hvern sem þeir vilja og það verður svo ákvörðun félagsins að ákveða hvað þeir vilja gera. Það er ekkert sem ég get gert í því og ég get bara haldið áfram að gera það besta sem ég get undir þessum kringumstæðum."

,,Ég get ekki farið að æsa mig upp í hvert sinn sem stuðningsmennirnir syngja nafn annars og slíkt, við eigum milljónir stuðningsmanna. Kannski eru þeir sem ferðuðust í leikinn að sýna pirringinn því við töpuðum, þeir mega það."

,,Stuðningsmennirnir láta vita af pirringi sínum í hvert sinn sem við töpum, en því miður gætu þeir þurft að gera það nokkrum sinnum í viðbót, því ég get ekki séð okkur fara í gegnum tímabil og vinna hvern einasta leik."

banner
banner
banner
banner