fim 10. mars 2011 09:30 |
|
U21 landsliđiđ - Hörđ barátta um hanskana hjá Eyjólfi
Sjö sem til greina koma ađ mati Fótbolta.net
Međ hverjum deginum styttist í ađ strákarnir okkar í U21 landsliđinu leiki í lokakeppni Evrópumótsins. Keppnin fer fram í Danmörku í júní.
Einn mesti vafinn varđandi liđiđ er hver fćr ţađ hlutverk ađ standa milli stanganna ţegar stóra stundin rennur upp.
Einn mesti vafinn varđandi liđiđ er hver fćr ţađ hlutverk ađ standa milli stanganna ţegar stóra stundin rennur upp.
Hjörvar Hafliđason, sparkspekingur á Stöđ 2 Sport, velti ţví fyrir sér á twitter síđu sinni í vikunni hvađa markverđir fara međ í mótiđ.
Ef hann vćri landsliđsţjálfari tćki hann Harald Björnsson, Ingvar Jónsson og Ögmund Kristinsson.
Eyjólfur Sverrisson landsliđsţjálfari tekur vćntanlega ţrjá markverđi međ sér út en margir vilja meina ađ markmannsstađan sé veikasti hlekkur liđsins.
Ađ mati Fótbolta.net eru ţađ sjö markverđir sem eiga möguleika á ađ verđa í hópnum, eins og gengur og gerist hefur hver ţeirra sína kosti og galla. Viđ tókum saman upplýsingar um ţá alla. Hvern myndir ţú velja í rammann?
Arnar Darri Pétursson - SřnderjyskE (f. 1991)
Tveir leikir í undankeppninni (tvö mörk á sig)
Í dag: Arnar Darri vermir tréverkiđ hjá danska úrvalsdeildarliđinu SřnderjyskE og hefur ekki spilađ deildarleik međ liđinu í vetur.
Í fyrra: Yfirgaf norska liđiđ Lyn eftir ađ ţađ varđ gjaldţrota og gerđi tveggja ára samning viđ SřnderjyskE ţar sem hann hefur veriđ varamarkvörđur síđan.
Arnar er uppalinn Stjörnumađur, yngstur af markvörđunum sjö og er ţar ađ auki sá eini sem er á mála hjá erlendu liđi, eitthvađ sem landsliđsţjálfarar vilja nú oft heillast af. Ţá er hann sá eini af ţeim sem hefur keppt gegn Liverpool!
Arnar lék leikina tvo gegn Skotlandi og fékk á sig mjög vandrćđalegt mark í seinni leiknum ytra sem gleymist seint. Ţá átti hann í miklum vandrćđum međ ađ sparka frá marki í leikjunum tveimur. Ţađ ađ hann sé ekki ađ spila í Danmörku minnkar möguleika hans umtalsvert á ađ vera valinn.
Eyjólfur Tómasson - Leiknir R. (f. 1989)
Enginn leikur í undankeppninni
Í dag: Eyjólfur er ađalmarkvörđur 1. deildarliđs Leiknis.
Í fyrra: Valinn besti markvörđur 1. deildar. Fékk á sig 19 mörk í 22 leikjum í deildinni, fćst allra.
Eyjólfur hefur leikiđ tvö tímabil sem ađalmarkvörđur Leiknis. Átti frábćrt tímabil međ Leikni í fyrra ţar sem liđiđ var hársbreidd frá ţví ađ komast upp í Pepsi-deildina. Var valinn besti markvörđurinn í deildinni en verđur ađ horfa til ţess ađ hann bjó viđ ađ hafa bestu vörn deildarinnar fyrir framan sig.
Hann hlaut ekki náđ fyrir augum nafna síns Sverrissonar í fyrra og hefur aldrei leikiđ landsleik fyrir yngri landsliđ Íslands. Ţá hefur hann ekki leikiđ í efstu deild sem verđur ađ teljast mínus. Býr ţví ekki yfir mikilli reynslu.
Haraldur Björnsson - Valur (f. 1989)
Sjö leikir í undankeppninni (níu mörk á sig)
Í dag: Ađalmarkvörđur Vals. Hefur leikiđ vel í vetur og virđist vera í betra standi en í fyrra.
Í fyrra: Spilađi á láni hjá Ţrótti í 1. deildinni. Fékk á sig 37 mörk í 22 leikjum er liđiđ hafnađi í sjöunda sćti.
Haraldur er kominn aftur heim í Val eftir lánssamninginn hjá Ţrótti í fyrra. Hefur stađiđ sig međ prýđi í vetur en Valsmenn unnu Reykjavíkurmótiđ á dögunum. Var ađalmarkvörđur U21 landsliđsins í undankeppninni og er nánast hćgt ađ bóka ţađ ađ hann fari međ út til Danmerkur.
Átti misjafna leiki í undankeppninni en hann var til ađ mynda verulega óöruggur gegn Ţjóđverjum ytra og fékk falleinkunn í ţýskum fjölmiđlum. Átti ekkert sérstakt tímabil međ Ţrótturum í fyrra. Virđist vera kominn í mun betra form í dag og er ađ finna taktinn vel.
Ingvar Jónsson - Stjarnan (f. 1989)
Enginn leikur í undankeppninni
Í dag: Gekk til liđs viđ Stjörnuna í vetur og er ţar ađalmarkvörđur.
Í fyrra: Valinn bestur hjá Njarđvík sem féll úr 1. deild. Hafđi nóg ađ gera og hélt liđinu inni í mörgum leikjum.
Ţessi spennandi markvörđur á ţrjá leiki ađ baki međ U19 landsliđinu og einn međ U21 landsliđinu en hann var 2008. Ingvar hefur veriđ ađalmarkvörđur Njarđvíkinga síđan 2008 og vakiđ mikla athygli fyrir frammistöđu sína. Stjörnumenn krćktu í hann eftir ađ síđasta tímabili lauk.
Ingvari hefur gengiđ illa ađ halda hreinu í fyrstu mótsleikjum sínum međ Stjörnunni. Liđiđ fékk á sig mörk í öllum leikjum Fótbolta.net mótsins og hefur hann ţurft ađ sćkja boltann sjö sinnum í eigiđ net í fyrstu ţremur leikjum Lengjubikarsins. Ţá hefur hann aldrei leikiđ í efstu deild.
Óskar Pétursson - Grindavík (f. 1989)
Einn leikur í undankeppninni (tvö mörk á sig)
Í dag: Ađalmarkvörđur Grindvíkinga.
Í fyrra: Lék 14 leiki í Pepsi-deildinni međ Grindavík. Missti sćti sitt í liđinu um mitt sumar.
Óskar hefur veriđ ađalmarkvörđur Grindavíkur síđustu tvö ár og býr ţví yfir meiri reynslu úr Pepsi-deildinni en hinir markverđirnir sex. Hann lék fyrsta leik U21 liđsins í undankeppninni og á auk ţess fimm leiki ađ baki međ U19 landsliđinu.
Hann býr yfir miklum hćfileikum en hefur ţótt taka litlum framförum síđustu ár. Hefur veriđ mjög misjafn í leikjum Grindavíkur og til ađ mynda átt í bölvuđu basli međ fyrirgjafir. Missti sćti sitt um tíma í markinu síđasta sumar.
Ţórđur Ingason - BÍ/Bolungarvík (f. 1988)
Enginn leikur í undankeppninni
Í dag: Gekk í vetur í rađir 1. deildarliđs BÍ/Bolungarvíkur ţar sem hann er ađalmarkvörđur.
Í fyrra: Varamarkvörđur hjá KR. Lék tvo leiki međ liđinu í Pepsi-deildinni.
Ţórđur býr yfir nokkuđ mikilli reynslu miđađ viđ ungan markvörđ. Var á sínum tíma í unglingaliđi Everton og fór međ Fjölni upp í efstu deild ţar sem hann lék međ liđinu eitt tímabil og spilađi međal annars bikarúrslitaleik. Á fimm leiki ađ baki međ U21 landsliđinu og hefur einnig leikiđ međ U19 og U17.
Ţórđur hefur ekki ţótt sinna boltanum nćgilega vel síđustu ár og hugur hans oft legiđ annađ. Var lánađur frá Fjölni til KR í fyrra ţar sem hann var varamarkvörđur og lék bara örfáa leiki. Samdi svo viđ BÍ/Bolungarvík í vetur.
Ögmundur Kristinsson - Fram (f. 1989)
Enginn leikur í undankeppninni
Í dag: Ađalmarkvörđur Fram.
Í fyrra: Varamarkvörđur Fram.
Hannes Ţór Halldórsson yfirgaf herbúđir Fram eftir síđasta tímabil. Ţorvaldur Örlygsson tilkynnti strax ađ Ögmundi yrđi sýnt traust til ađ fylla hans skarđ. Ögmundur er verulega efnilegur markvörđur sem býr yfir mörgum kostum. Hefur ţađ til ađ mynda ađ vera mjög öflugur í löppunum. Hefur leikiđ mjög vel á undirbúningsmótunum.
Á einn U21-landsleik ađ baki og tvo U19. Ţađ sem vinnur á móti ţví ađ hann fari međ til Danaveldis er ađ hann á ađeins 45 mínútur ađ baki međ Fram í efstu deild og hefur ađeins komiđ viđ sögu í tveimur meistaraflokksleikjum á Íslandsmóti.