,,Ég vildi fá þrjú stig og fannst við vera grátlega nálægt því. Við fáum tvö til þrjú mjög góð færi í leiknum og eitt dauðafæri í seinni hálfleiknum," sagði Ragnar Gíslason þjálfari HK eftir markalaust jafntefli gegn Selfoss í 1. deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: HK 0 - 0 Selfoss
,,Auðvitað er maður sáttur við eitt stig á móti næst efsta liðinu en auðvitað hefði ég viljað fá þrjú stig."
,,Við höfum ekki alveg verið að nýta þessi færi sem við höfum fengið og það hefur í sumum tilvikum kostað okkur sigurinn og nokkur stig. Það er kannski skortur á sjálfstrausti."
,,Það sem ég var ánægðastur með var að það var gríðarleg barátta í liðinu og það er ég mjög ánægður með. Þegar við spilum svona þá sýnum við að við eigum fyllilega skilið að vera í þessari deild. Þetta verður gríðarlega erfitt sem eftir er, ef ég tel rétt eru 18 stig eftir í pottinum og við gefum þau ekki auðveldlega frá okkur."
Nánar er rætt við Ragnar í sjónvarpinu að ofan.