Eyjamenn skoruðu sigurmarkið á 87.mínútu er Keflavík heimsótti ÍBV heim til Eyja. Heilt yfir voru Eyjamenn ekkert að spila samba bolta en þeir spiluðu nógu vel til að innbyrða þrjú stig og það er það sem lið sækjast eftir þegar keppt er í móti.
Lestu um leikinn: ÍBV 2 - 1 Keflavík
,,Við vorum svosem ekkert framan af leiknum líklegir en síðasta korterið vorum við góðir og fengum nokkuð mörg færi til að skora en framan af leiknum litum við ekkert alltof vel út fram á við," sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV, aðspurður út í það hvort hann hafi verið orðinn stressaður yfir því að sigurmarkið myndi ekki koma.
Heimir var óhræddur við að breyta leikskipulaginu hjá liðinu í leiknum og var ástæðan sú að;
,,Þetta var ekkert að ganga hjá okkur, þá þýðir ekkert að sitja og horfa á. Maður verður að reyna breyta einhverju og undir lokin vildi ég fórna þessu stigi og við settum þrjá í vörn og það virkaði og stundum virkar það að vera hugrakkur og stundum fær maður það í bakið."
Með sigrinum halda Eyjamenn enn spennu í toppbaráttunni og eiga ÍBV, KR í næsta leik, toppliðin tvö í deildinni.
,,KR þarf eiginlega að klúðra einhverju, svo við eigum einhvern séns en við ætlum bara að hugsa um okkur og við erum að gera vel í augnablikinu, erum að fá fullt af stigum og það er fínn stöðugleiki í liðinu og ég er ánægður með okkur," sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV eftir leikinn í kvöld.
Viðtalið í heild sinni við Heimi er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.