Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 18. febrúar 2012 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Sigmar Ingi: Þetta var auðlesið víti
,,Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu, þeir voru að berja mikið á okkur," sagði Sigmar Ingi Sigurðsson markvörður Breiðabliks eftir 1-0 sigur á Haukum í Lengjubikarnum í dag.

,,Mér fannst við bara verið skynsamir og halda áfram að spila, við vorum ekkert að láta þá fara of mikið í taugarnar á okkur, ekki allir allavega."

,,En við héldum áfram að spila og reyndum að fá flæði í leikinn. Það gekk aðeins betur eftir að við urðum manni færri að halda bara boltanum. Við vorum ekki að spila alveg nógu vel í fyrri hálfleik. Við vorum að kýla mikið og endaði alltaf í þeirra línu. Svo lagaðist þetta eftir sem leið á leikinn og mér fannst við sigla þessu heim."


Sigmar Ingi varði vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik frá Hilmari Trausta Arnarssyni.

,,Þegar þessir kjúklingar eru að koma inná og láta brjóta á sér inni í teig þá verður maður að reyna að bjarga þeim. Það er gaman að verja víti og þetta var auðlesið. Það var augljóst allan tímann svo ég mætti bara."

Hilmar Trausti vildi fá annað víti seint í leiknum þegar hann taldi Finn Orra Margeirsson ýta í bakið á sér. En hefði Sigmar tekið það líka?

,,Ég var alveg klár á hvað hann hefði gert næst ef hann hefði fengið að taka það. En það var ekkert víti, það var bara fisk að reyna að stoppa og fá manninn í bakið. Það var aldrei víti."

Guðmundur Pétursson framherji Breiðabliks fékk að líta rauða spjaldið þegar 11 mínútur voru eftir fyrir að slá til Kristjáns Ómars Björnssonar.

,,Menn voru að kítast mikið og það voru mikil slagsmál inni á miðjunni. Við reyndum að halda bara áfram og láta það ekki fara í taugarnar á okkur. En hann hefur kannski barið frá sér en að sama skapi fengu Haukarnir að gera það án þess að það hafi verið dæmt á það. Valur Fannar gerði nákvæmlega það sama. En ég ætla ekki að kvarta yfir því, hann missti hausinn og fékk sína refsingu."

Nánar er rætt við Sigmar í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner