Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 18. febrúar 2012 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Sigmar Ingi: Þetta var auðlesið víti
,,Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu, þeir voru að berja mikið á okkur," sagði Sigmar Ingi Sigurðsson markvörður Breiðabliks eftir 1-0 sigur á Haukum í Lengjubikarnum í dag.

,,Mér fannst við bara verið skynsamir og halda áfram að spila, við vorum ekkert að láta þá fara of mikið í taugarnar á okkur, ekki allir allavega."

,,En við héldum áfram að spila og reyndum að fá flæði í leikinn. Það gekk aðeins betur eftir að við urðum manni færri að halda bara boltanum. Við vorum ekki að spila alveg nógu vel í fyrri hálfleik. Við vorum að kýla mikið og endaði alltaf í þeirra línu. Svo lagaðist þetta eftir sem leið á leikinn og mér fannst við sigla þessu heim."


Sigmar Ingi varði vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik frá Hilmari Trausta Arnarssyni.

,,Þegar þessir kjúklingar eru að koma inná og láta brjóta á sér inni í teig þá verður maður að reyna að bjarga þeim. Það er gaman að verja víti og þetta var auðlesið. Það var augljóst allan tímann svo ég mætti bara."

Hilmar Trausti vildi fá annað víti seint í leiknum þegar hann taldi Finn Orra Margeirsson ýta í bakið á sér. En hefði Sigmar tekið það líka?

,,Ég var alveg klár á hvað hann hefði gert næst ef hann hefði fengið að taka það. En það var ekkert víti, það var bara fisk að reyna að stoppa og fá manninn í bakið. Það var aldrei víti."

Guðmundur Pétursson framherji Breiðabliks fékk að líta rauða spjaldið þegar 11 mínútur voru eftir fyrir að slá til Kristjáns Ómars Björnssonar.

,,Menn voru að kítast mikið og það voru mikil slagsmál inni á miðjunni. Við reyndum að halda bara áfram og láta það ekki fara í taugarnar á okkur. En hann hefur kannski barið frá sér en að sama skapi fengu Haukarnir að gera það án þess að það hafi verið dæmt á það. Valur Fannar gerði nákvæmlega það sama. En ég ætla ekki að kvarta yfir því, hann missti hausinn og fékk sína refsingu."

Nánar er rætt við Sigmar í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner