Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
   lau 18. febrúar 2012 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Sigmar Ingi: Þetta var auðlesið víti
,,Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu, þeir voru að berja mikið á okkur," sagði Sigmar Ingi Sigurðsson markvörður Breiðabliks eftir 1-0 sigur á Haukum í Lengjubikarnum í dag.

,,Mér fannst við bara verið skynsamir og halda áfram að spila, við vorum ekkert að láta þá fara of mikið í taugarnar á okkur, ekki allir allavega."

,,En við héldum áfram að spila og reyndum að fá flæði í leikinn. Það gekk aðeins betur eftir að við urðum manni færri að halda bara boltanum. Við vorum ekki að spila alveg nógu vel í fyrri hálfleik. Við vorum að kýla mikið og endaði alltaf í þeirra línu. Svo lagaðist þetta eftir sem leið á leikinn og mér fannst við sigla þessu heim."


Sigmar Ingi varði vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik frá Hilmari Trausta Arnarssyni.

,,Þegar þessir kjúklingar eru að koma inná og láta brjóta á sér inni í teig þá verður maður að reyna að bjarga þeim. Það er gaman að verja víti og þetta var auðlesið. Það var augljóst allan tímann svo ég mætti bara."

Hilmar Trausti vildi fá annað víti seint í leiknum þegar hann taldi Finn Orra Margeirsson ýta í bakið á sér. En hefði Sigmar tekið það líka?

,,Ég var alveg klár á hvað hann hefði gert næst ef hann hefði fengið að taka það. En það var ekkert víti, það var bara fisk að reyna að stoppa og fá manninn í bakið. Það var aldrei víti."

Guðmundur Pétursson framherji Breiðabliks fékk að líta rauða spjaldið þegar 11 mínútur voru eftir fyrir að slá til Kristjáns Ómars Björnssonar.

,,Menn voru að kítast mikið og það voru mikil slagsmál inni á miðjunni. Við reyndum að halda bara áfram og láta það ekki fara í taugarnar á okkur. En hann hefur kannski barið frá sér en að sama skapi fengu Haukarnir að gera það án þess að það hafi verið dæmt á það. Valur Fannar gerði nákvæmlega það sama. En ég ætla ekki að kvarta yfir því, hann missti hausinn og fékk sína refsingu."

Nánar er rætt við Sigmar í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner