Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   lau 18. febrúar 2012 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Sigmar Ingi: Þetta var auðlesið víti
,,Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu, þeir voru að berja mikið á okkur," sagði Sigmar Ingi Sigurðsson markvörður Breiðabliks eftir 1-0 sigur á Haukum í Lengjubikarnum í dag.

,,Mér fannst við bara verið skynsamir og halda áfram að spila, við vorum ekkert að láta þá fara of mikið í taugarnar á okkur, ekki allir allavega."

,,En við héldum áfram að spila og reyndum að fá flæði í leikinn. Það gekk aðeins betur eftir að við urðum manni færri að halda bara boltanum. Við vorum ekki að spila alveg nógu vel í fyrri hálfleik. Við vorum að kýla mikið og endaði alltaf í þeirra línu. Svo lagaðist þetta eftir sem leið á leikinn og mér fannst við sigla þessu heim."


Sigmar Ingi varði vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik frá Hilmari Trausta Arnarssyni.

,,Þegar þessir kjúklingar eru að koma inná og láta brjóta á sér inni í teig þá verður maður að reyna að bjarga þeim. Það er gaman að verja víti og þetta var auðlesið. Það var augljóst allan tímann svo ég mætti bara."

Hilmar Trausti vildi fá annað víti seint í leiknum þegar hann taldi Finn Orra Margeirsson ýta í bakið á sér. En hefði Sigmar tekið það líka?

,,Ég var alveg klár á hvað hann hefði gert næst ef hann hefði fengið að taka það. En það var ekkert víti, það var bara fisk að reyna að stoppa og fá manninn í bakið. Það var aldrei víti."

Guðmundur Pétursson framherji Breiðabliks fékk að líta rauða spjaldið þegar 11 mínútur voru eftir fyrir að slá til Kristjáns Ómars Björnssonar.

,,Menn voru að kítast mikið og það voru mikil slagsmál inni á miðjunni. Við reyndum að halda bara áfram og láta það ekki fara í taugarnar á okkur. En hann hefur kannski barið frá sér en að sama skapi fengu Haukarnir að gera það án þess að það hafi verið dæmt á það. Valur Fannar gerði nákvæmlega það sama. En ég ætla ekki að kvarta yfir því, hann missti hausinn og fékk sína refsingu."

Nánar er rætt við Sigmar í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner