Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   lau 18. febrúar 2012 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Sigmar Ingi: Þetta var auðlesið víti
,,Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu, þeir voru að berja mikið á okkur," sagði Sigmar Ingi Sigurðsson markvörður Breiðabliks eftir 1-0 sigur á Haukum í Lengjubikarnum í dag.

,,Mér fannst við bara verið skynsamir og halda áfram að spila, við vorum ekkert að láta þá fara of mikið í taugarnar á okkur, ekki allir allavega."

,,En við héldum áfram að spila og reyndum að fá flæði í leikinn. Það gekk aðeins betur eftir að við urðum manni færri að halda bara boltanum. Við vorum ekki að spila alveg nógu vel í fyrri hálfleik. Við vorum að kýla mikið og endaði alltaf í þeirra línu. Svo lagaðist þetta eftir sem leið á leikinn og mér fannst við sigla þessu heim."


Sigmar Ingi varði vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik frá Hilmari Trausta Arnarssyni.

,,Þegar þessir kjúklingar eru að koma inná og láta brjóta á sér inni í teig þá verður maður að reyna að bjarga þeim. Það er gaman að verja víti og þetta var auðlesið. Það var augljóst allan tímann svo ég mætti bara."

Hilmar Trausti vildi fá annað víti seint í leiknum þegar hann taldi Finn Orra Margeirsson ýta í bakið á sér. En hefði Sigmar tekið það líka?

,,Ég var alveg klár á hvað hann hefði gert næst ef hann hefði fengið að taka það. En það var ekkert víti, það var bara fisk að reyna að stoppa og fá manninn í bakið. Það var aldrei víti."

Guðmundur Pétursson framherji Breiðabliks fékk að líta rauða spjaldið þegar 11 mínútur voru eftir fyrir að slá til Kristjáns Ómars Björnssonar.

,,Menn voru að kítast mikið og það voru mikil slagsmál inni á miðjunni. Við reyndum að halda bara áfram og láta það ekki fara í taugarnar á okkur. En hann hefur kannski barið frá sér en að sama skapi fengu Haukarnir að gera það án þess að það hafi verið dæmt á það. Valur Fannar gerði nákvæmlega það sama. En ég ætla ekki að kvarta yfir því, hann missti hausinn og fékk sína refsingu."

Nánar er rætt við Sigmar í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner