„Við settum þetta upp þannig að reyna að loka á Þórsarana þar sem þeir eru sterkastir og láum svolítið til baka. Við vitum að við erum sterkir fram á við í skyndiupphlaupum. Við vorum ekki alveg nógu grimmir í fyrri hálfleik og færslan hjá okkur ekki alveg að ganga upp en í seinni hálfleik var ég mjög ánægður með þetta,“ Sagði Lárus Orri Sigurðsson þjálfari KF eftir 1-3 tap á heimavelli.
Þórsarar fengu nokkuð umdeilt víti svo ekki sé meira sagt á 81. mínútu og með því að skora úr því gerðu svo gott sem út um leikinn.
„Þú verður að spyrja dómarann út í vítið, þetta er eitt furðulegasta víti sem ég hef séð. Hann gerir mistök eins og við allir.“
„Þetta var bara glæsileg tækling hjá varnarmanninum, hann rennir sér og nær boltanum. Hann hefur sjálfsagt séð að sér dómarinn með það að reka hann ekki útaf, áttað sig á því að hann gerði mistök. En svona er þetta bara.“
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni
Athugasemdir