,,Við byrjuðum þennan leik ekkert. Við spiluðum aldrei boltanum á milli okkar í fyrri hálfleik og það var rétt síðasta hálftímann sem við gerðum eitthvað en við sköpuðum okkur ekki nein færi að ráði," sagði Sveinn Elías Jónsson leikmaður Þórs við Fótbolta.net eftir 1-0 tap liðsins gegn Haukum í fyrstu deildinni í dag.
Lestu um leikinn: Haukar 1 - 0 Þór
,,Þetta breytir því ekkert sem við ætlum að gera. Við vissum út í hvað við erum að fara í þessum leikjum. Þetta hafa verið jafnir leikir, hinir hafa fallið með okkur en það gerði það ekki í dag."
Sveinn Elías vildi fá vítapsyrnu í viðbótartíma þegar Hilmar Trausti Arnarsson braut á honum. Valgeir Valgeirsson dómari leiksins dæmdi hins vegar ekkert.
,,Það þýðir ekkert að væla yfir því, ég hugsa að Valgeir hafi aldrei gefið okkur víti. Ég minnist þess ekki, hann dæmdi bikarúrslitaleikinn í fyrra líka og ekki fengum við víti í honum."
,,Þetta stóð ekkert og féll með því samt, við þurfum að líta í eigin barm með spilamennskuna í teignum. Svona er boltinn, reynslumennirnir segja að þetta jafnist alltaf út."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir