,,Þetta var vinnusigur. Allir voru virkilega hungraðir í dag og við komum virkilega grimmir til leiks," sagði Kristinn Jónsson vinstri bakvörður Breiðabliks eftir 2-0 sigur liðsins á Selfyssingum í kvöld.
,,Við vorum búnir að ákveða að koma grimmir til leiks, klukka þá í byrjun og setja pressu á þá."
Blikar komu sterkir til baka í dag eftir tvo tapleiki í röð.
,,Það er skemmtilegra að vinna en tapa, það segir sig sjálft. Þetta var frábær vinnusigur í dag, við vorum að leggja okkur fram og vinna saman sem lið, það skiptir höfuðmáli."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir