,,Það er rosalega svekkjandi að tapa þessu svona niður á heimavelli. Við vorum of djúpir í seinni hálfleik og vorum að sækja á tveimur mönnum sem gekk ekki vel. Það er ekki alveg nógu gott að tapa þessu svona í restina þegar þeir skora annað markið,“ sagði Björn Bergmann, eftir að U21 landslið Íslands tapaði 1-2 fyrir jafnöldrum sínum frá Aserbaidjsan í undankeppni EM á KR-velli í kvöld
Björn Bergmann kom Íslendingum yfir í fyrri hálfleik en gestirnir snéru blaðinu við í seinni hálfleik og fóru með sigur af hólmi.
Björn Bergmann kom Íslendingum yfir í fyrri hálfleik en gestirnir snéru blaðinu við í seinni hálfleik og fóru með sigur af hólmi.
,,Ég hélt að eitt mark mundi duga okkur svo við reyndum að halda þessu í seinni hálfleik. Það er kannski ekki alveg rétta hugsunin en við ætluðum ekki að tapa þessu. Við fengum færi til að klára leikinn en það bara gekk ekki upp í dag,“ hélt Björn áfram.
,,Við erum miklu betri en við vorum að sýna í dag. Við misstum hausinn og töpuðum þessu niður en við erum besta liðið í þessum riðli. Við erum bara ekki með hausinn í lagi og erum ekki að standa okkur miðað við getu.“
Mikið hefur verið rætt um framtíð framherjans en hann hefur meðal annars verið orðaður við lið á Englandi.
,,Þar er léttasta tungumálið og bróðir minn var þar og svona svo ég held að það sé fínn staður til að fara á. Ég er samt ekki að loka á neitt annað."
,,Það er bara milli umboðsmannsins og liðanna. Ég treysti umboðsmanninum algjörlega. Það er frábært að heyra af áhuga frá þessum liðum og það peppar mann upp. En maður reynir bara að loka á þetta og spila sinn fótbolta. Hver fótboltamaður vill taka næsta skref á ferlinum en hvort það komi núna eða seinna þá vona ég bara það besta,“ sagði Björn að lokum.
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir