Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 21. febrúar 2014 13:00
Magnús Már Einarsson
Þorsteinn Joð spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Feðgarnir Tómas og Þorsteinn Joð.
Feðgarnir Tómas og Þorsteinn Joð.
Mynd: Twitter
Everton sækir þrjú stig á Stamford Bridge samkvæmt spá Þorsteins.
Everton sækir þrjú stig á Stamford Bridge samkvæmt spá Þorsteins.
Mynd: Getty Images
Stóri Sam kemur fyrir í spánni.
Stóri Sam kemur fyrir í spánni.
Mynd: Getty Images
Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs fékk tvo rétta þegar hann spáði í leiki síðustu umferðar í enska boltann en taka verður með í reikninginn að tveimur leikjum var frestað.

Sjónvarspmaðurinn góðkunni Þorsteinn Joð spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni. Þorsteinn reiknar ekki með mörgum mörkum í þessari umferð.

,,Ég myndi segja fólki að halda sig heima, þetta verður ekki skemmtilegt," sagði Þorsteinn hlæjandi.

,,Enski boltinn hefur þessa hefð og stemningu en mikið af þessum leikjum um helgina ættu bara að fara fram á textavarpinu."

Chelsea 0 - 1 Everton (12:45 á morgun)
Chelsea er með gott lið. Það er leiðinlegt að sjá þá spila en skemmtilegt að sjá þá tapa.

Arsenal 1 - 0 Sunderland (15:00 á morgun)
Ef Arsenal vinnur 1-0 þá er það stórsigur. Það er skammarlegt að liðið spilar heilu tímabilin án þess að hafa alvöru sentera og ætlar sér að vinna bikar.

Cardiff 0 - 0 Hull (15:00 á morgun)
Er Hull ennþá með fótboltalið í efstu deild?

Manchester City 3 - 0 Stoke (15:00 á morgun)
Mourinho sagði að West Ham spilaði fótbolta frá 19. öld. Það má færa það öld aftar þegar Stoke er annars vegar.

WBA 0 - 0 Fulham (15:00 á morgun)
Svona leikir fara alltaf 0-0.

West Ham 1 - 1 Southampton (15:00 á morgun)
Eini maðurinn sem ég þekki í þessum liðum er Sam Allardyce og hann er ekkert sérstaklega góður í fótbolta. Þetta er 1-1 á góðum degi.

Crystal Palace 1 - 0 Manchester United (17:30 á morgun)
Að horfa á þetta flotta lið Manchester United spila núna er harmleikur þar sem aðalhetjan er þessi svokallaði ,,chosen one". Að lið sem er í þessum gæðaflokki skuli ráða þjálfara sem er ekki með neinn bikar í bikaraskápnum eru ein mestu mistök knattspyrnusögunnar.

Liverpool 0 - 0 Swansea (13:30 á sunnudag)
Ég vona að þetta fari 0-0. Alltaf þegar öðrum liðum gengur illa þá græðir Arsenal á því þó að þeir geti ekki neitt.

Newcastle 0 - 0 Aston Villa (13:30 á sunnudag)
Mér finnst hvorugt þessara liða eiga að vera í efstu deild í fótbolta. Ég hef núll áhuga á þeim.

Norwich 0 - 1 Tottenham (16:00 á sunnudag)
Ég hef einu sinni komið til Norwich og þessi ljóti búningur þeirra segir allt um hvað þeir geta í fótbolta. Þetta er ekki fótboltalið. Einu skiptin sem ég horfi á Tottenham er þegar Gylfi spilar og ef hann spilar þá vinnur Tottenham 1-0. Annars fer þetta 0-0.

Fyrri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ívar Guðmundsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 6 réttir
Kristján Guðmundsson - 5 réttir
Haukur Páll Sigurðsson - 5 réttir
Tómas Meyer - 5 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Bogi Ágústsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Ragna Björg Einarsdóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Magnús Halldórsson - 2 réttir
Páll Viðar Gíslason - 2 réttir af 8
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner