Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
   fös 28. apríl 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Heimir Guðjóns: Löngu búinn að ákveða taktíkina
Bjartsýnn á að Davíð Þór verði með
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Skaginn er með gott og vel skipulagt lið," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, um leik liðsins gegn ÍA í fyrstu umferð.

„Gulli (Gunnlaugur Jónsson) er búinn að gera frábæra hluti uppi á Skaga og við vitum að þetta verður erfiður baráttuleikur. Síðan er bara spurning hvernig völlurinn verður,"

Bjarni Þór Viðarsson og Kassim Doumbia verða ekki með á sunnudag vegna meiðsla. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var ekki með gegn Val í meistarakeppninni í vikunni en hann hefur verið að glíma við meiðsli.

„Hann gat ekki æft í gær. Við skulum vona að hann geti æft í dag. Í framhaldinu verður hann vonandi klár á sunnudaginn," sagði Heimir.

Heimir spilaði 3-4-3 í vetur en gegn Val spilaði FH liðið 4-3-3 eins og það hefur gert í áraraðir. Er Heimir búinn að ákveða hvaða taktík hann spilar á sunnudaginn?

„Ég er löngu búinn að ákveða það. Svo kemur það bara í ljós hvernig það verður á sunnudaginn,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir