Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   fös 28. apríl 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Heimir Guðjóns: Löngu búinn að ákveða taktíkina
Bjartsýnn á að Davíð Þór verði með
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Skaginn er með gott og vel skipulagt lið," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, um leik liðsins gegn ÍA í fyrstu umferð.

„Gulli (Gunnlaugur Jónsson) er búinn að gera frábæra hluti uppi á Skaga og við vitum að þetta verður erfiður baráttuleikur. Síðan er bara spurning hvernig völlurinn verður,"

Bjarni Þór Viðarsson og Kassim Doumbia verða ekki með á sunnudag vegna meiðsla. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var ekki með gegn Val í meistarakeppninni í vikunni en hann hefur verið að glíma við meiðsli.

„Hann gat ekki æft í gær. Við skulum vona að hann geti æft í dag. Í framhaldinu verður hann vonandi klár á sunnudaginn," sagði Heimir.

Heimir spilaði 3-4-3 í vetur en gegn Val spilaði FH liðið 4-3-3 eins og það hefur gert í áraraðir. Er Heimir búinn að ákveða hvaða taktík hann spilar á sunnudaginn?

„Ég er löngu búinn að ákveða það. Svo kemur það bara í ljós hvernig það verður á sunnudaginn,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner