Bjartsýnn á að Davíð Þór verði með
„Skaginn er með gott og vel skipulagt lið," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, um leik liðsins gegn ÍA í fyrstu umferð.
„Gulli (Gunnlaugur Jónsson) er búinn að gera frábæra hluti uppi á Skaga og við vitum að þetta verður erfiður baráttuleikur. Síðan er bara spurning hvernig völlurinn verður,"
Bjarni Þór Viðarsson og Kassim Doumbia verða ekki með á sunnudag vegna meiðsla. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var ekki með gegn Val í meistarakeppninni í vikunni en hann hefur verið að glíma við meiðsli.
„Hann gat ekki æft í gær. Við skulum vona að hann geti æft í dag. Í framhaldinu verður hann vonandi klár á sunnudaginn," sagði Heimir.
Heimir spilaði 3-4-3 í vetur en gegn Val spilaði FH liðið 4-3-3 eins og það hefur gert í áraraðir. Er Heimir búinn að ákveða hvaða taktík hann spilar á sunnudaginn?
„Ég er löngu búinn að ákveða það. Svo kemur það bara í ljós hvernig það verður á sunnudaginn,"
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir