Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
banner
   mán 31. júlí 2017 21:57
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Hvað í andskotanum er að gerast?
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Willum Þór Þórsson baðst undan viðtali eftir sigur KR í kvöld og sendi aðstoðarmann sinn, Arnar Gunnlaugsson, í það verkefni að ræða við fjölmiðla.

Lestu um leikinn: KR 4 -  2 Víkingur Ó.

„Við hefðum átt að klára þennan leik miklu fyrr. Menn eru værukærir í seinni hálfleik," sagði Arnar.

KR hafði algjöra yfirburði í fyrri hálfleik og hefði í raun átt að vera búið að gera út um leikinn. En það var köld vatnsgusa fyrir heimamenn að sjá Ólsara jafna 2-2.

„Maður hugsaði 'Hvað í andskotanum er að gerast?' þegar þeir jöfnuðu. Fram að því stefndi þetta í öruggan 3-0 eða 4-0 sigur hjá okkur. Sem betur fer vöknuðu menn af værum blundi og kláruðu þetta."

KR-ingar fá verðskuldað lof fyrir spilamennsku sína í fyrri hálfleik.

„Þetta er með því allra besta sem við höfum sýnt í sumar. Það var svo mikill hreyfileiki í mönnum og við náðum að finna glufur um allan völl. Við vorum að skapa fullt af færum."

André Bjerregaard, nýr danskur sóknarmaður KR-inga, átti stórleik í kvöld. Margir efuðust þegar KR fékk hann til sín í glugganum, sérstaklega í ljósi þess að hann hefur ekki skorað mikið á sínum ferli.

„Hann kemur með nýja vídd í okkar lið. Við erum komnir með miklu meiri möguleika en við höfðum fyrr á tímabilinu. Koma hans hefur komið með miklu meiri fjölbreytni. Ég skil að hann hafi skorað lítið, hann hefur verið að spila vel en vantað sjálfur greddu í að skora. Hann hefur gert tvö mörk í þremur leikjum hjá okkur."

Beitir Ólafsson heldur Stefáni Loga Magnússyni á bekknum en Beitir hefur leikið mjög vel í markinu.

„Stefán Logi er heill. Beitir hefur staðið sig vel og liðið hefur spilað vel, það hefur ekki verið ástæða til að breyta. Það er frábært fyrir félagið að hafa tvo öfluga markverði því það skapar gæði og öryggi fyrir okkur þjálfarana að vita af Stefáni Loga. Hann hefur verið flottur síðan hann missti sæti sitt í liðinu."

Arnar segir að markmið KR sé núna að koma sér í Evrópusæti en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner