PSG hefur ekki áhuga á Bruno Guimaraes - Slot flytur inn þar sem Klopp býr - Bayern í viðræðum við Flick - Reus eftirsóttur utan Evrópu
Hólmar Örn um markið: Ekki alveg viss af hverjum hann fór inn
Haukur Páll: Eykur möguleikana að sækja 3 stig ef þú skorar 3 mörk
Haddi um sögurnar af Viðari: Það er bara mjög ljótt að ljúga upp á fólk
Vill að menn líti í spegil - „Línan var eins og hjartalínurit”
Kominn með 6 mörk í 6 leikjum - „Get ekki kvartað“
Ætlaði að halda liðsfund en var stoppaður - „Frábærlega gert hjá þeim“
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
   mán 31. júlí 2017 21:57
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Hvað í andskotanum er að gerast?
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Willum Þór Þórsson baðst undan viðtali eftir sigur KR í kvöld og sendi aðstoðarmann sinn, Arnar Gunnlaugsson, í það verkefni að ræða við fjölmiðla.

Lestu um leikinn: KR 4 -  2 Víkingur Ó.

„Við hefðum átt að klára þennan leik miklu fyrr. Menn eru værukærir í seinni hálfleik," sagði Arnar.

KR hafði algjöra yfirburði í fyrri hálfleik og hefði í raun átt að vera búið að gera út um leikinn. En það var köld vatnsgusa fyrir heimamenn að sjá Ólsara jafna 2-2.

„Maður hugsaði 'Hvað í andskotanum er að gerast?' þegar þeir jöfnuðu. Fram að því stefndi þetta í öruggan 3-0 eða 4-0 sigur hjá okkur. Sem betur fer vöknuðu menn af værum blundi og kláruðu þetta."

KR-ingar fá verðskuldað lof fyrir spilamennsku sína í fyrri hálfleik.

„Þetta er með því allra besta sem við höfum sýnt í sumar. Það var svo mikill hreyfileiki í mönnum og við náðum að finna glufur um allan völl. Við vorum að skapa fullt af færum."

André Bjerregaard, nýr danskur sóknarmaður KR-inga, átti stórleik í kvöld. Margir efuðust þegar KR fékk hann til sín í glugganum, sérstaklega í ljósi þess að hann hefur ekki skorað mikið á sínum ferli.

„Hann kemur með nýja vídd í okkar lið. Við erum komnir með miklu meiri möguleika en við höfðum fyrr á tímabilinu. Koma hans hefur komið með miklu meiri fjölbreytni. Ég skil að hann hafi skorað lítið, hann hefur verið að spila vel en vantað sjálfur greddu í að skora. Hann hefur gert tvö mörk í þremur leikjum hjá okkur."

Beitir Ólafsson heldur Stefáni Loga Magnússyni á bekknum en Beitir hefur leikið mjög vel í markinu.

„Stefán Logi er heill. Beitir hefur staðið sig vel og liðið hefur spilað vel, það hefur ekki verið ástæða til að breyta. Það er frábært fyrir félagið að hafa tvo öfluga markverði því það skapar gæði og öryggi fyrir okkur þjálfarana að vita af Stefáni Loga. Hann hefur verið flottur síðan hann missti sæti sitt í liðinu."

Arnar segir að markmið KR sé núna að koma sér í Evrópusæti en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner