Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. nóvember 2018 19:22
Magnús Már Einarsson
England: Chelsea lenti á vegg gegn Tottenham
Son skorar eftir magnaðan einleik.
Son skorar eftir magnaðan einleik.
Mynd: Getty Images
Harry Kane fagnar marki sínu.
Harry Kane fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Tottenham 3 - 1 Chelsea
1-0 Dele Alli ('8 )
2-0 Harry Kane ('16 )
3-0 Son Heung-Min ('54 )
3-1 Olivier Giroud ('85 )

Tottenham vann öruggan 3-1 sigur á Chelsea Lundúnarslag í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Um er að ræða fyrsta tap Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og fyrsta tapið síðan Maurizio Sarri tók við liðinu í sumar.

Tottenham byrjaði leikinn af ógnarkrafti og komst verðskuldað yfir á áttundu mínútu þegar Dele Alli skoraði með skalla eftir aukaspyrnu.

Átta mínútum síðar skoraði Harry Kane með skoti fyrir utan teig en David Luiz fór frá skotinu og Kepa Arrizabalaga kom engum vörnum við í markinu.

Tottenham bætti við þriðja markinu í upphafi síðari hálfleiks þegar Son Heung-Min skoraði eftir magnaðan einleik.

Tottenham hefði auðveldlega getað skorað fleiri mörk í leiknum í dag og leikmenn liðsins fóru illa með nokkur góð færi. Vörn Chelsea var heillum horfin í dag en liðið hafði einungis fengið á sig átta mörk í tólf leikjum fram að þessu.

Varamaðurinn Olivier Giroud klóraði í bakkann fyrir Chelsea undir lokin en það mark kom alltof seint.

Tottenham hoppaði með sigrinum upp fyrir Chelsea í 3. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner