Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 26. desember 2018 18:24
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Guardiola: Eru betri en við í augnablikinu
Pep Guardiola og lærisveinar hans í Man City hafa tapað síðustu tveimur leikjum.
Pep Guardiola og lærisveinar hans í Man City hafa tapað síðustu tveimur leikjum.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City var svekktur þegar hann mætti í viðtal eftir 2-1 tap City gegn Leicester í dag en þetta var annar deildarleikurinn í röð sem City tapar.

„Við áttum í erfiðleikum með að skapa færi, við þurfum að gera betur. Fernandinho er frá vegna meiðsla og við verðum að fylla í hans skarð, Ilkay Gundogan spilaði nokkuð vel í dag," sagði Guardiola.

Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 51 stig og Tottenham er nú í 2. sæti með 45 stig þar á eftir kemur Manchester City með 44 stig, Guardiola segir að Liverpool og Tottenham eigi skilið að vera þar sem þau eru.

„Liverpool og Tottenham eiga þetta skilið, þessi lið eru að vinna leiki en ekki við, Liverpool er komið með nokkuð góða forystu. Á síðasta tímabili vorum við með mikla forystu, nú eru Liverpool og Tottenham að spila mjög vel."

„Nú er tímabilið hálfnað en við eigum enn góðan möguleika á að verða meistarar en Liverpool og Tottenham eiga auðvitað meira möguleika, þau eru betri en við í augnablikinu."

„Margir halda að það sem við gerðum á síðasta tímabili hafi verið auðvelt en það var hins vegar mjög erfitt," sagði Guardiola að lokum.




Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner