fim 10. janúar 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea ætlar að leggja fram kvörtun til FIFA
Callum Hudson-Odoi er líklega á leið til Bayern
Callum Hudson-Odoi er líklega á leið til Bayern
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea ætlar að leggja fram kvörtun til FIFA vegna Bayern München.

Bayern München hefur undanfarnar vikur verið að eltast við hinn 18 ára gamla Callum Hudson-Odoi sem þykir einn efnilegasti vængmaður Englands um þessar mundir.

Bayern hefur lagt fram tilboð upp á 35 milljónir punda og þykir líklegt að Chelsea samþykki það.

Hasan Salihamidzic, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern, talaði afar vel um Hudson-Odoi er hann ræddi við fjölmiðla í æfingaferð liðsins í Katar og sagði að leikmaðurinn myndi passa vel í liðið en það brýtur þó ekki reglur FIFA.

Chelsea ætlar samt sem áður að kvarta til FIFA en félagið grunar að Bayern hafi nú þegar haft óformlegar viðræður við fjölskyldu Hudson-Odoi og fulltrúa hans.

Hudson-Odoi hefur sjálfur rætt við Antonio Rudiger, varnarmann Chelsea, um þýska boltann og því þykir líklegra með hverjum deginum að leikmaðurinn semji við Bayern.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner