Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 11. janúar 2019 18:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fabregas farinn til Mónakó (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn er genginn í raðir franska úrvalsdeildarfélagsins Mónakó. Hann kemur frá Chelsea.

Samkvæmt Goal.com þá fer Fabregas til Mónakó á frjálsri sölu, en Chelsea mun fá greitt ef Fabregas stendur sig vel. Fabregas var að verða samningslaus næsta sumar.

Hjá Mónakó hittir Fabregas sinn fyrrum liðsfélaga hjá Arsenal, Thierry Henry, en hann er stjóri Mónakó í dag.

Mónakó er í miklu basli í frönsku úrvalsdeildinni, liðið er í 19. sæti sem stendur.

Hinn 31 árs gamli Fabregas yfirgefur enska boltann eftir að hafa leikið 501 leik fyrir ensk félög. Hann lék áður fyrr með Arsenal.

Tveir miðjumenn eru orðaðir við Chelsea í augnablikinu. Nicolo Barella, miðjumaður Cagliari, og Leandro Paredes, miðjumaður Zenit í Rússlandi.




Athugasemdir
banner
banner
banner