Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 29. janúar 2019 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Rafa gerði Liverpool greiða - Sigurganga Solskjær stöðvuð
Rafa Benitez glaður.
Rafa Benitez glaður.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Tveimur síðustu leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka og voru óvænt úrslit í báðum þessum leikjum.

Newcastle gerði sér lítið fyrir og lagði Englandsmeistara Manchester City að velli. Eftir að hafa lent 1-0 undir eftir nokkrar sekúndur kom Newcastle til baka og vann leikinn 2-1. Salomon Rondon og Matt Ritchie skoruðu mörk Newcastle, en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu.

Rafa Benitez, stjóri Newcastle, að gera sínu fyrrum félagi, Liverpool, stóran greiða í titilbaráttunni með þessum úrslit. City er fjórum stigum á eftir Liverpool sem á leik til góða á morgun gegn Leicester.

Þetta er einnig mjög mikilvægur sigur fyrir Newcastle sem fer upp í 14. sætið.

Solskjær stöðvaður
Sigurganga Ole Gunnar Solskjær með Manchester United var þá stöðvuð í kvöld þegar liðið gerði jafntefli gegn Burnley á heimavelli. Solskjær hafði unnið átta leiki í röð sem stjóri United fyrir leikinn í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Burnley yfir með marki Ashley Barnes á 51. mínútu. Burnley komst svo í 2-0 á 81. mínútu, en United sýndi karakter á lokamínútunum og jafnaði. Paul Pogba skoraði úr vítaspyrnu sem Jesse Lingard fiskaði og í uppbótartíma jafnaði miðvörðurinn Victor Lindelöf.

Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu mínúturnar fyrir Burnley en hann er að stíga upp úr meiðslum.

Enn eitt árið stelur Burnley stigum af Manchester United. United er í sjötta sæti með 45 stig, en Burnley í 15. sæti með 23 stig.

Heilt yfir hefur þetta verið góður dagur fyrir stuðningsmenn Liverpool.

Manchester Utd 2 - 2 Burnley
0-1 Ashley Barnes ('51 )
0-2 Chris Wood ('81 )
1-2 Paul Pogba ('88 , víti)
2-2 Victor Lindelof ('90 )

Newcastle 2 - 1 Manchester City
0-1 Sergio Aguero ('1 )
1-1 Salomon Rondon ('66 )
2-1 Matt Ritchie ('80 , víti)


Athugasemdir
banner
banner
banner