Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 24. apríl 2019 22:07
Ívan Guðjón Baldursson
Man City bætti eigið markamet
Mynd: Getty Images
Manchester City er búið að gera 157 mörk á tímabilinu eftir 0-2 sigur gegn Manchester United fyrr í kvöld.

Félagið bætti þar með eigið markamet frá 2013-14 þegar liðið skoraði 156 mörk.

89 markanna komu í úrvalsdeildinni en liðið á enn þrjá leiki eftir þar og getur skorað yfir 100 deildarmörk í þriðja sinn í úrvalsdeildarsögu félagsins.

Bernardo Silva og Leroy Sane skoruðu mörk Man City í kvöld en markahæsti maður liðsins á tímabilinu er Sergio Agüero með 30 mörk í 42 leikjum. Raheem Sterling er næstmarkahæstur með 23 mörk í 47 leikjum.

Man City er þessa stundina á toppi deildarinnar með einu stigi meira heldur en Liverpool þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner