Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 02. maí 2019 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð Snorri: Eigum jafnmikinn möguleika og aðrir
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 landsliðsins.
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik hjá U17 gegn Þjóðverjum í milliriðli.
Úr leik hjá U17 gegn Þjóðverjum í milliriðli.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net á þriðjudaginn, áður en liðið hélt til Dublin í Írlandi þar sem það mun taka þátt á EM.

Um er að ræða 16 liða mót þar sem tvö lið fara áfram úr hverjum riðl. Efstu fimm lið mótsins fara á HM í Brasilíu.

Ísland mætir Rússlandi á laugardaginn, Ungverjalandi 7. maí og svo Portúgal þann 10. maí. Þetta eru liðin sem eru með Íslandi í riðli.

Hérna má sjá hópinn sem fer á mótið.

„Ég er mjög spenntur. Við erum búnir að standa okkur vel og eigum skilið að vera þarna, eins og allir aðrir," sagði Davíð Snorri.

„Við munum spila þrjá leiki, eftir það eru 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslitaleikur. En þau lið sem eru með bestan árangur í riðlum og detta út í 8-liða úrslitum þau eiga möguleika á því að spila HM sæti. Það er mótafyrirkomulagið."

„Markmið er fyrst og fremst núna að eiga góða frammistöðu gegn Rússum. Einn dagur í einu. Að komast í gegnum daginn og ná öllu út úr deginum. Við verðum að reyna að nýta alla klukkutíma sem við höfum."

Davíð Snorri hefur fengið leiki Rússlands senda.

„Þetta rússneska lið er mjög sókndjarft og það pressar mikið. Þeir hlaupa rosalega mikið, við eigum von á miklu tempói. Þeir spila 4-3-3 og við erum ekkert ósvipaðir."

„Við hugsum fram völlinn varnarlega og sóknarlega Þeir hafa verið skemmtilegir leikirnir hjá okkur hingað til."

Byrja á að klára fyrstu æfinguna eins og menn
Hvað er raunhæfur árangur fyrir íslenska landsliðið á þessu Evrópumóti?

„Við eigum alveg jafnmikinn möguleika og allir aðrir að fara áfram. Það er fullt af gulrótum hjá okkur en við byrjum bara á því að klára fyrstu æfinguna eins og menn. Það er Rússland eitt, tvö og þrjú."

Vinnureglurnar hjá U17 landsliðinu eru einfaldar.

„Strákarnir munu og hafa alltaf upplifað það þannig að það er alltaf næsti leikur, næsta æfing og næsti fundur sem skiptir máli og þannig verður það áfram. Eitt skref í einu."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner