Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. maí 2019 15:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Manchester City meistari (Staðfest)
Manchester City er Englandsmeistari annað árið í röð.
Manchester City er Englandsmeistari annað árið í röð.
Mynd: Getty Images
Guardiola fagnar.
Guardiola fagnar.
Mynd: Getty Images
Sadio Mane.
Sadio Mane.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Aron Einar lék kveðjuleik sinn.
Aron Einar lék kveðjuleik sinn.
Mynd: Getty Images
Manchester City er Englandsmeistari annað árið í röð. City hafði betur gegn Brighton á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar. Sigur Liverpool á Wolves var ekki nóg.

Vonin var ekki langlíf fyrir Liverpool
Liverpool þurfti að treysta á það að Brighton myndi stríða Manchester City. Á meðan þurfti Liverpool einnig að vinna Wolves á heimavelli.

Liverpool tókst sitt ætlunarverk, að vinna Wolves. Sadio Mane skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri. Það var hins vegar ekki nóg fyrir Liverpool. Geggjað tímabil engu að síður hjá lærisveinum Jurgen Klopp og þeir eiga enn möguleika á Meistaradeildartitlinum.

Í Brighton komumst heimamenn yfir með marki Glenn Murray á 27. mínútu. Sergio Aguero var hins vegar ekki lengi að jafna. Hann gerði það 83 sekúndum eftir mark Murray.

Varnarmaðurinn Aymeric Laporte kom City í 2-1 fyrir leikhlé og í seinni hálfleiknum gerðu Riyad Mahrez og Ilkay Gundogan út um leikinn og út um möguleika Liverpool.

Manchester City er því Englandsmeistari annað árið í röð eftir gríðarlega harða baráttu við Liverpool.


Hörmulegt tímabil Manchester United fullkomnað
Í hinum hluta Manchester er gleðin svo sannarlega ekki við völd. Manchester United endar þetta tímabil á tapi gegn Cardiff, sem var fallið úr deildinni fyrir leikinn, á heimavelli.

Nathaniel Mendez-Laing skoraði bæði mörk Cardiff í 2-0 sigri. Hörmulegt tímabil Manchester United fullkomnað.

Aron Einar Gunnarsson lék sinn síðasta leik fyrir Cardiff í dag og hann fékk góða kveðjugjöf. Nú tekur við nýtt ævintýri hjá honum í Katar.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur svo sannarlega verk að vinna í sumar.

Chelsea tók þriðja sætið
Chelsea gerði markalaust jafntefli og endar í þriðja sæti deildarinnar. Tottenham, sem er að fara að spila í úrslitum Meistaradeildarinnar, gerði jafntefli gegn Everton þar sem Gylfi Þór Sigurðsson átti stoðsendingu í fyrra marki Everton.

Tottenham endar í fjórða sæti og Arsenal í fimmta. Arsenal vann útisigur á Burnley í dag. Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Í sjötta sæti er svo Manchester United.

Wolves endaði í sjöunda sæti og fer í Evrópudeildina ef Manchester City vinnur Watford í úrslitaleik enska bikarsins.

Hér að neðan má sjá öll úrslit lokaumferðinnar í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. Þess má geta að bæði Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson áttu stoðsendingu í dag. Aron Einar Gunnarsson var heldur ekkert langt frá því í að fá stoðsendingu.

Brighton 1 - 4 Manchester City
1-0 Glenn Murray ('27 )
1-1 Sergio Aguero ('28 )
1-2 Aymeric Laporte ('38 )
1-3 Riyad Mahrez ('63 )
1-4 Ilkay Gundogan ('72 )

Burnley 1 - 3 Arsenal
0-1 Pierre Emerick Aubameyang ('52 )
0-2 Pierre Emerick Aubameyang ('63 )
1-2 Ashley Barnes ('65 )
1-3 Eddie Nketiah ('90)

Crystal Palace 5 - 3 Bournemouth
1-0 Michy Batshuayi ('24 )
2-0 Michy Batshuayi ('32 )
3-0 Jack Simpson ('37 , sjálfsmark)
3-1 Jefferson Lerma ('46 )
3-2 Jordan Ibe ('57 )
4-2 Patrick van Aanholt ('65 )
4-3 Joshua King ('73 )
5-3 Andros Townsend ('80 )

Fulham 0 - 4 Newcastle
0-1 Jonjo Shelvey ('9 )
0-2 Ayoze ('11 )
0-3 Fabian Schar ('61 )
0-4 Salomon Rondon ('90 )

Leicester City 0 - 0 Chelsea

Liverpool 2 - 0 Wolves
1-0 Sadio Mane ('17 )
2-0 Sadio Mane ('81 )

Manchester Utd 0 - 2 Cardiff City
0-1 Nathaniel Mendez-Laing ('23 , víti)
0-2 Nathaniel Mendez-Laing ('54 )

Southampton 1 - 1 Huddersfield
1-0 Nathan Redmond ('41 )
1-1 Alex Pritchard ('55 )

Tottenham 2 - 2 Everton
1-0 Eric Dier ('3 )
1-1 Theo Walcott ('69 )
1-2 Cenk Tosun ('72 )
2-2 Christian Eriksen ('75 )

Watford 1 - 4 West Ham
0-1 Mark Noble ('15 )
0-2 Manuel Lanzini ('39 )
1-2 Gerard Deulofeu ('46 )
1-3 Marko Arnautovic ('71 )
1-4 Mark Noble ('78 , víti)
Rautt spjald:Jose Holebas, Watford ('48)
Athugasemdir
banner
banner