Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. júní 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Cloé Lacasse komin með íslenskan ríkisborgararétt (Staðfest)
Cloé Lacasse er komin með íslenskan ríkisborgararétt.
Cloé Lacasse er komin með íslenskan ríkisborgararétt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cloé Lacasse leikmaður ÍBV er komin með íslenskan ríkisborgararétt en málið var samþykkt á Alþingi í gær og en Cloé er fædd árið 1993 í Kanada.

Cloé hefur leikið með ÍBV undanfarin fimm tímabil og hefur slegið í gegn í Vestmannaeyjum. Hún hefur skorað 59 mörk í 86 leikjum með ÍBV í efstu-deild og í bikarkeppni KSÍ, þar af 50 mörk í 73 leikjum í efstu deild.

Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is lagði til að Cloé Lacasse öðlist ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt. Cloé var ein af 32 sem nefndin lagði til með að veitt yrði ríkisborgararéttur og í gær var málið tekið fyrir á Alþingi.

54 þingmenn sögðu já, þeir Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greiddu ekki atkvæði og þá voru sjö aðrir þingmenn fjarstaddir.

Cloé ræddi um ríkisborgararéttinn í viðtali á Fótbolta.net árið 2017 þar sem hún sagði að það yrði heiður að fá tækifæri til að spila með íslenska landsliðinu.

Cloé hefur þrívegis verið í úrvalsliði umferðarinnar í sumar. Hún hefur verið lykilmaður hjá ÍBV liðinu síðan kom til félagsins. Hér að neðan má sjá þá Bergþór Ólason og Helga Hrafn Gunnarsson taka til máls á Alþingi í gær þegar atkvæðagreiðslan fór fram.

Bergþór Ólason, Miðflokknum


Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírati

Athugasemdir
banner
banner
banner