Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. júní 2019 19:32
Arnar Daði Arnarsson
Gísli Eyjólfs á leið í Breiðablik?
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Gísli Eyjólfsson er að öllum líkindum á leið heim í Breiðablik.

Gísli er á láni hjá sænska félaginu Mjallby frá Breiðabliki en sænska félagið leikur í næst efstu deild undir stjórn Milos Milojevic fyrrum þjálfara Víkings og Breiðabliks. Þar situr Mjallby í 2. sæti deildarinnar en félagið er nýliði í deildinni.

Milos Milojevic þjálfari Mjallby staðfesti við Fótbolta.net að Gísli Eyjólfsson gæti verið á förum frá félaginu.

Gísli hefur verið lykilmaður í liði Breiðabliks í Pepsi-deildinni undanfarin ár en í vetur gerði hann eins árs lánssamning við Mjallby. Þar hefur hann leikið 12 leiki af fyrstu 14 leikjum liðsins í Superettan.

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net ræddi um þetta í Innkastinu í gær.

„Sagan segir að Gísli Eyjólfsson vilji koma heim. Hann vill koma og taka þátt í lokasprettinum með Blikum þrátt fyrir að hann sé að spila hvern einasta leik í Svíþjóð. Þetta er leigubílasaga," sagði Elvar Geir í Innkastinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner