Afturelding náði í 1-1 jafntefli gegn Þrótti R. með marki á lokamínútunum í kvöld. Það skilur Mosfellinga eftir í fallsæti en einungis á markatölu. Arnar Hallsson þjálfari Aftureldingar ljómaði af stolti eftir leik.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 1 Þróttur R.
„Ég er stoltur af frammistöðunni hjá strákunum, stoltur hvað þeir börðust mikið í leiknum og ánægður með að sjá svona mikið af fólki á vellinum“
Afturelding náði ekki í fullan hóp í kvöld en Arnar segir samt lítið um meiðsli.
„Það er ekki mikið um meiðsli en það eru veikindi og svo eru útlendingar á förum þannig að þetta er hópurinn sem við erum með og erum kátir með hann.“
Afturelding situr í næst neðsta sæti deildarinnar á markatölu en þeir vilja meira.
„Það er engin spurning, ef við höldum áfram að spila svona og berjast svona eins og við gerðum í dag þá mun það duga fyrir fullt af stigum í þessarri deild.“
Athugasemdir