Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fös 12. júlí 2019 15:15
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 1-11: Þurfum að vera auðmjúkir í seinni umferðinni
Pétur Theodór Árnason.
Pétur Theodór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Í Innkasso-horninu sem kom út fyrr í dag var opinberað val á úrvalsliði umferða 1-11, besti leikmaðurinn valinn og besti þjálfarinn.

Pétur Theodór Árnason, sóknarmaður Gróttu, var valinn besti leikmaður umferða 1-11. Nýliðar Gróttu sitja í 2. sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir toppliði Fjölnis. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu var valinn besti þjálfari fyrri hlutans.

Smelltu hér til að hlusta á Innkasso-hornið.

„Þetta kemur mér á óvart," sagði Pétur Theodór í viðtali við Fótbolta.net í dag. Hann hefur farið á kostum framlínu Gróttu í sumar og skorað tíu mörk í fyrstu ellefu leikjum Inkasso-deildarinnar.

„Ég bjóst alls ekki við þessu og þetta hefur verið mjög gaman og þetta hefur gengið vel. Við spilum mikinn sóknarbolta sem leiðir að sér mörg færi sem ég þarf að vera tilbúinn að nýta og ég hef gert það ágætlega hingað til," sagði Pétur sem hefur fengið töluvert af færum í sumar.

„Ég hef klúðrað nokkrum dauðafærum í sumar. Sérstaklega á móti Fylki í bikarnum og eitt gegn Aftureldingu. Maður verður bara að vera klár í næsta færi."

Eins og fyrr segir sigur Grótta í 2. sæti deildarinnar þegar deildin er hálfnuð með 21 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Fjölnis.

„Við áttum ekki von á því að vera í 2. sæti eftir fyrri umferðina en við erum með frábæran og samstilltan leikmannahóp og við getum alveg mátað okkur við öll þessi lið. Inkasso-deildin er sterk en einnig mjög jöfn. Mér finnst enginn leikur vera gefins og maður verður að vera 100% klár í alla leiki."

„Við þurfum að vera auðmjúkir í seinni umferðinni og taka einn leik fyrir í einu og sjá hvað það gefur okkur í lok tímabils," sagði besti leikmaður 1-11 umferða Inkasso-deildarinnar í viðtali við Fótbolta.net.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner