Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 17. júlí 2019 12:45
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmenn Newcastle brjálaðir yfir ráðningunni á Bruce
Stuðningsmenn Newcastle eru enn á ný reiðir út í Mike Ashley eiganda félagsins en þeir eru allt annað en sáttir við að Steve Bruce hafi verið ráðinn knattspyrnustjóri.

Rafael Benítez náði ekki samkomulagi um nýjan samning í síðasta mánuði og Bruce var í morgun ráðinn í hans stað.

Stuðningsmenn Newcastle ætla að efna til mótmæla í dag og þeir hafa einnig sent frá sér harðorða yfirlýsingu.

„Ráðningin á Steve Bruce er ómetnaðarfull ráðning hjá ómetnaðarfullum eiganda. Að fara frá heimsklassa stjóra í Rafa Benítez, sem með stöðugleika til félagsins, yfir í Steve Bruce, sem myndi ekki fá starf hjá einu öðru liði í ensku úrvalsdeildinni, eru ótrúleg vonbrigði," sagði í sameiginlegri yfirlýsingu frá stuðningsmannahópum Newcastle í dag.

Neðst í fréttinni má sjá spjall Sky við reiða stuðningsmenn Newcastle en einn þeirra sagði: „Þetta er algjör skömm. Ég vil ekki sjá hann nálægt félaginu."

Athugasemdir
banner