Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. ágúst 2019 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Ætla að reyna að feta í fótspor kvennaliðsins
Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)
Guðmundur í leik með Selfossi.
Guðmundur í leik með Selfossi.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Marki fagnað á Selfossi.
Marki fagnað á Selfossi.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Úr leiknum gegn Dalvík/Reyni
Úr leiknum gegn Dalvík/Reyni
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Selfoss varð bikarmeistari kvenna um helgina.
Selfoss varð bikarmeistari kvenna um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur er aðeins 16 ára.
Guðmundur er aðeins 16 ára.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
„Þetta var góður leikur. Bæði lið þurftu á þremur stigum að halda til að halda í við liðin fyrir ofan. Við vorum staðráðnir í að ná í stigin eftir þrjá tapleiki í röð," segir Guðmundur Tyrfingsson, leikmaður Selfoss.

Hann er leikmaður 16. umferðarinnar í 2. deild eftir góða frammistöðu á vinstri kantinum í 4-0 sigri á Dalvík/Reyni. Hann bæði skoraði og lagði upp í leiknum.

„Við náðum í þessi þrjú stig með fjórum góðum mörkum og flottum varnarleik. Við erum komnir aftur á sigubraut og það var því fagnað vel eftir leik."

„Ég var mjög sáttur með mína frammistöðu í leiknum. Það er alltaf gaman að skora og leggja upp, og ég ætla að reyna að halda því áfram í næstu leikjum enda mikilvægir leikir framundan."

Gaman að takast á við svona verkefni
Guðmundur er fæddur árið 2003 og er aðeins 16 ára gamall. Hann hefur þrátt fyrir ungan aldur fengið stórt hlutverk með Selfossi í sumar. Hann hefur spilað í 13 deildarleikjum og skorað tvö mörk. Hann kom við sögu í tveimur leikjum þegar Selfoss féll úr Inkasso-deildinni í fyrra.

Hefur þetta stóra hlutverk sem hann hefur fengið, komið honum á óvart?

„Já og nei. Við erum með marga unga stráka sem hafa verið að spila í sumar og ég vissi að Dean (Martin, þjálfari Selfoss) er óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Ef maður stendur sig vel á æfingum, þá fær maður tækifæri og þegar sénsinn kemur þarf maður að nýta hann vel. Það hefur gengið vel og hefur hann gefið mer margar mínútur í sumar."

„Það hefur verið gaman að takast á við svona verkefni, að spila svona mikið og hefur það hjálpað mér að þroskast sem bæði leikmaður og persóna," segir Guðmundur.

Selfoss hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn gegn Dalvík/Reyni og er liðið núna í fjórða sæti með 26 stig. Það eru fjögur stig í annað sætið og er mikil barátta framundan í síðustu leikjum tímabilsins.

„Tímabilið hefur verið fínt. Margir héldu að við myndum rúlla yfir þessa deild, en ég vissi, og var búinn að heyra frá fólki, að þessi deild væri mjög erfið enda mikið af sterkum liðum og erfiðum útivöllum," segir Guðmundur.

„Mér fannst fyrri umferðin mjög góð hjá okkur, en það hefur ekki gengið eins vel í seinni hlutanum. Mér líst mjög vel á leikina sem eftir eru, það er nóg af leikjum eftir og verða þetta allt þrusuleikir. Við munum leggja okkur alla fram til að sækjaeins mörg stig og mögulegt er, og komast upp í Inkasso-deildina."

Bikarinn yfir brúna
Um helgina varð Selfoss bikarmeistari kvenna og kom bikarinn yfir brúna. Selfoss vann KR í framlengdum leik og varð Mjólkurbikarmeistari í fyrsta sinn.

Sjá einnig:
Heimavöllurinn: Bikarsturlun á brúnni

Guðmundur segir að það hafi verið gaman að sjá kvennaliðið vinna bikarinn, og einnig hvatning fyrir meistaraflokk karla.

„Við mættum allir á leikinn til að hvetja þær og er ég viss um að okkur hafi öllum langað að vera í þeirra sporum, að spila á Laugardalsvelli í bikarkeppni og lyfta bikar fyrir framan alla Selfyssingana."

„Við ætlum klárlega að reyna að gera það í lok tímabilsins, og í framtíðinni."

A-landsliðið og atvinnumennska
Guðmundur er gríðarlega efnilegur leikmaður. Hann hefur spilað með U15, U16, U17 og U18 landsliðum Íslands og farið erlendis á reynslu. Hann hefur æft með bæði Brighton og Norwich til að mynda.

Hver eru markmkið hans í fótboltanum?

„Markmiðið er að halda áfram að bæta mig sem leikmaður svo ég geti haldið áfram að vera í landsliðshópum í framtíðinni. Ég ætla einnig að komast alla leið í A-landsliðið og út í atvinnumennskuna," sagði Guðmundur Tyrfingsson, leikmaður Selfoss og leikmaður 16. umferðarinnar í 2. deild karla.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Isaac Freitas Da Silva (Vestri)
Bestur í 2. umferð: Kaelon Fox (Völsungur)
Bestur í 3. umferð: Aron Grétar Jafetsson (KFG)
Bestur í 4. umferð: Nikola Kristinn Stojanovic (Fjarðabyggð)
Bestur í 5. umferð: Mehdi Hadraoui (Víðir)
Bestur í 6. umferð: Ari Steinn Guðmundsson (Víðir)
Bestur í 7. umferð: Unnar Ari Hansson (Leiknir F.)
Bestur í 8. umferð: Þór Llorens Þórðarson (Selfoss)
Bestur í 9. umferð: Daniel Garcia Blanco (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð: Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
Bestur í 11. umferð: Enok Eiðsson (Þróttur V.)
Bestur í 12. umferð: Kenan Turudija (Selfoss)
Bestur í 13. umferð: Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Bestur í 14. umferð: Gilles M'Bang Ondo (Þróttur V.)
Bestur í 15. umferð: Gonzalo Bernaldo Gonzalez (Fjarðabyggð)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner