Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. ágúst 2019 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Alltaf að skjóta á mig að ég skori bara úr vítum
Andri Júlíusson (Kári)
Andri Júlíusson skoraði þrennu gegn Dalvík/Reyni.
Andri Júlíusson skoraði þrennu gegn Dalvík/Reyni.
Mynd: Kári
Andri í leik gegn Völsungi.
Andri í leik gegn Völsungi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Andri er leikmaður 18. umferðar 2. deildar karla.
Andri er leikmaður 18. umferðar 2. deildar karla.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Sverrir, frændi minn, er alltaf að skjóta á mig að ég skori bara úr vítum, en ég fæ þau yfirleitt sjálfur svo það er í lagi.
,,Sverrir, frændi minn, er alltaf að skjóta á mig að ég skori bara úr vítum, en ég fæ þau yfirleitt sjálfur svo það er í lagi."
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Kári er núna sex stigum frá fallsæti.
Kári er núna sex stigum frá fallsæti.
Mynd: Kári
Andri Júlíusson, leikmaður Kára, er leikmaður 18. umferðarinnar í 2. deild karla. Hann fór fyrir sínu liði og skoraði þrennu í 3-1 útisigri gegn Dalvík/Reyni. Sigurinn var mikilvægur fyrir Kára sem er nú sex stigum frá fallsæti.

„Leikurinn á móti Dalvík/Reyni var hörkuleikur tveggja góðra liða, þeir að gæla við að blanda sér í toppbarattuna og við auðvitað að slíta okkur frá botni. Ég má til með að hrósa Dalvíkingum með frábæra aðstöðu," segir Andri.

„Heilt yfir var þetta mjög sanngjarn sigur að mínu mati. Við komumst í 2-0 í seinni hálfleik, en það kom smá skjálfti í okkur þegar þeir minnka muninn. Svo fljótlega skorum við þriðja markið okkar og eftir það fannst mér engin spurning hvar sigurinn myndi enda. Það var gaman að geta snúið sér að stuðningsmönnum Dalvíkur í leikslok og brosað framan í þá, þeir voru ansi líflegir og hnyttnir meðan leik stóð, en voru fljótir að láta sig hverfa eftir leik."

Andri segir það alltaf góða tilfinningu að skora þrennu, en tvö af mörkum hans í leiknum komu af vítapunktinum.

„Það er alltaf gaman að skora þrennu og sérstaklega þegar það skilar sigri, og það svona mikilvægum sigri. Ég hef skorað þær nokkrar og tilfinningin er alltaf góð."

Sloppnir við fall?
Eins og áður kemur fram er Kári núna sex stigum frá fallsæti eftir að hafa verið í fallbaráttunni í allt sumar. Telur Andri að Káramenn séu núna sloppnið við fall? Það eru fjórar umferðir eftir og er næsti leikur gegn KFG, sem er í sætinu fyrir neðaan.

„Ég er búinn að telja okkur lausa við fall síðan mótið byrjaði í vor. Ég veit hvernig gæðin í þessu liði eru og fyrir mér var bara tímaspursmál hvenær sigrarnir kæmu. Við erum ekki búnir að eiga marga slaka leiki og búnir að tapa leikjum sem við erum búnir að vera betri í."

„Núna erum við búnir að slíta okkur aðeins frá fallsætunum og erum farnir að lita upp á við og reynum að komast eins ofarlega og við getum. Við getum unnið öll lið í þessari deild, en á móti ef við eigum ekki góðan dag getum við tapað fyrir öllum, svo það er bara spurning um að koma vel stemmdir inn í leikina sem eftir eru."

„Það verður hörkuleikur (gegn KFG), þeir erum með flotta stráka sem eru betri en taflan sínir. Þeir hafa tapað mörgum leikjum núna, eftir að hafa misst sterka stráka í nám og við á hinn boginn farnir að finna þef af sigrum og ég er viss um að það haldi áfram á föstudaginn."

Hafa metnað til að gera þetta eins og menn
Kára var spáð um miðja deild fyrir mót og hefur sumarið kannski ekki farið eins og búist var við. Lúðvík Gunnarsson, sem þjálfaði liðið í fyrra, þurfti að hætta þar sem hann tók við sem yfirmaður Hæfileikamótunar N1 og KSÍ. Skarphéðinn Magnússon þjálfaði liðið ásamt Lúðvík í byrjun móts og tók síðan við liðinu þegar hann hætti. Skarphéðinn hefur í mörgu öðru að snúast og hefur Ingimar Elí Hlynsson þjálfað liðið í síðustu leikjum.

Hvernig myndi Andri lýsa þessu tímabili hjá Kára?

„Ég er ekki sáttur með hvernig sumarið hefur farið, en það segir kannski um metnaðinn hjá okkur. Eigum við ekki bara að segja að þetta sé þetta fræga 'second year syndrom'?"

„Við lentum í því að önnur lið í deildinni sáu okkur sem ógn við toppbaráttuna og fóru að kvarta yfir því að Lúlli væri að þjálfa okkur, fengum Skarpa inn sem bætti við sig nokkrum klukkutímum í sólarhringinn sem á endanum var of mikið. Ingimar Elí var þá næsti kostur og hann hefur verið mikill happafengur."

„Kári er bara þannig lið að það er alltaf gaman. Þetta eru 15+ vinir sem hafa metnað til að gera þetta eins og menn. Við misstum sterka pósta frá því í fyrra, en ég er viss um að þeir koma aftur í heimahaga áður en árið er úti. Við komum sterkari til leiks á næsta tímabili, það er alveg á hreinu."

Markahæstur í deildinni
Eftir þrennu sína gegn Dalvík/Reyni er Andri, sem er fæddur 1985, orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar með 13 mörk í 14 leikjum. Hann skoraði í fyrra 14 mörk í 18 leikjum og var valinn í lið ársins.

Á síðustu tveimur tímabilum hefur hann farið yfir 10 deildarmörk, en það hafði hann ekki áður gert á Íslandi. Auk Kára hefur Andri leikið með ÍA, KA og Fram á Íslandi. Hann hefur einnig leikið í Noregi, í neðri deildunum þar.

Hvað hefur orðið til þess að Andri hefur skorað svona mikið á síðustu tveimur tímabilum?

„Það er rétt ég hef skorað mikið en það er þess vegna að ég fæ meiri spilatíma núna en áður á ferlinum. Ég er viss um að ef ég hefði fengið að spila meira þar sem ég hef verið, þá hefði ég alltaf skilað mörkum, en það þýðir ekkert að hugsa um það núna heldur njóta þess að spila á meðan líkaminn leyfir og maður hefur gaman að. Sverrir, frændi minn, er alltaf að skjóta á mig að ég skori bara úr vítum, en ég fæ þau yfirleitt sjálfur svo það er í lagi."

Um síðustu fjóra leiki tímabilsins segir Andri:

„Ég hef alltaf allan minn feril farið í alla leiki til að vinna og það er engin breyting á því núna. Það eru 12 stig í boði og við sjáum hversu langt það fleytir okkur. Fyrir sjálfan mig setti ég mér markmið fyrir tímabil sem ég á enn eftir að ná, svo vonandi næst það og hjálpar liðinu í baráttunni," sagði Andri Júlíusson, leikmaður 18. umferðar í 2. deild karla.

Smelltu hér til að hlusta á hlaðvarpsþátt um baráttuna í 2. og 3. deild karla.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Isaac Freitas Da Silva (Vestri)
Bestur í 2. umferð: Kaelon Fox (Völsungur)
Bestur í 3. umferð: Aron Grétar Jafetsson (KFG)
Bestur í 4. umferð: Nikola Kristinn Stojanovic (Fjarðabyggð)
Bestur í 5. umferð: Mehdi Hadraoui (Víðir)
Bestur í 6. umferð: Ari Steinn Guðmundsson (Víðir)
Bestur í 7. umferð: Unnar Ari Hansson (Leiknir F.)
Bestur í 8. umferð: Þór Llorens Þórðarson (Selfoss)
Bestur í 9. umferð: Daniel Garcia Blanco (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð: Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
Bestur í 11. umferð: Enok Eiðsson (Þróttur V.)
Bestur í 12. umferð: Kenan Turudija (Selfoss)
Bestur í 13. umferð: Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Bestur í 14. umferð: Gilles M'Bang Ondo (Þróttur V.)
Bestur í 15. umferð: Gonzalo Bernaldo Gonzalez (Fjarðabyggð)
Bestur í 16. umferð: Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)
Bestur í 17. umferð: Sæþór Ívan Viðarsson (Leiknir F.)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner