Nú í dag hefur göngu sína nýr liður hérna á Fótbolta.net sem heitir áskorun og mun hann vera hér vikulega á föstudögum í sumar.
Við hefjum leik á Gunnleifi Gunnleifssyni markverði FH og landsliðsins en hann keppir í bekkpressu við Egil ,,Þykka" Einarsson, líkamsræktarfrömuð og rithöfund.
Egill og Gunnleifur þekkjast vel en Gunnleifur er giftur systur Egils.
Keppnin var hörð en að lokum var það Egill sem fór með sigur úr býtum.
Gunnleifur fékk að skora á næsta knattspyrnumann til að taka áskorun og skoraði hann á Bjarna Guðjónsson leikmann KR að fara í rappkeppni við Erp Eyvindarson betur þekktan sem Blazroca. Þá er það bara spurning hvort Bjarni sé maður eða mús og hvort hann taki áskoruninni.