Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 01. febrúar 2020 16:56
Ívan Guðjón Baldursson
England: Liverpool óstöðvandi - Sheffield í fimmta sæti
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ótrúlegt gengi Liverpool virðist engan endi ætla að taka en liðið vann og hélt hreinu gegn Southampton í dag.

Staðan var markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik en gæðamunur liðanna skein í gegn eftir leikhlé og skoruðu heimamenn fjögur mörk.

Roberto Firmino lagði tvö fyrstu mörkin upp fyrir Alex Oxlade-Chamberlain og Jordan Henderson áður en Henderson gaf stungusendingu á Mohamed Salah, sem brást ekki bogalistin.

Fjórða markið kom í uppbótartíma og aftur var Salah á ferðinni, í þetta sinn eftir þriðju stoðsendingu Firmino í leiknum.

Liverpool er með 24 sigra og 1 jafntefli eftir 25 umferðir.

Liverpool 4 - 0 Southampton
1-0 Alex Oxlade-Chamberlain ('47 )
2-0 Jordan Henderson ('60 )
3-0 Mohamed Salah ('72 )
4-0 Mohamed Salah ('90 )

Sheffield United er þá komið í fimmta sæti deildarinnar eftir sigur gegn Crystal Palace á Selhurst Park.

Vicente Guaita, markvörður Palace, gerði eina mark leiksins á skondinn hátt. Hann ætlaði að grípa hornspyrnu Oliver Norwood en lenti í einhverjum erfiðleikum og endaði á að hoppa með boltann í eigið mark.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton sem lenti 2-0 undir gegn Watford en náði að snúa stöðunni við, þrátt fyrir að missa mann af velli.

Kólumbíski miðvörðurinn Yerry Mina gerði tvennu í uppbótartíma fyrri hálfleiks, seinna markið skoraði hann eftir hornspyrnu frá Gylfa.

Fabian Delph fékk sitt annað gula spjald á 71. mínútu en það virtist ekki hafa áhrif á lærisveina Carlo Ancelotti, sem náðu að pota inn sigurmarki undir lokin. Theo Walcott skoraði þá eftir góða skyndisókn.

Crystal Palace 0 - 1 Sheffield Utd
0-1 Vicente Guaita ('58 , sjálfsmark)

Watford 2 - 3 Everton
1-0 Adam Masina ('10 )
2-0 Roberto Pereyra ('42 )
2-1 Yerry Mina ('45 )
2-2 Yerry Mina ('45 )
2-3 Theo Walcott ('90 )
Rautt spjald: Fabian Delph, Everton ('71)

West Ham tók þá á móti Brighton og úr varð hin mesta skemmtun. Robert Snodgrass lagði upp og skoraði tvö mörk en gestirnir frá Brighton gáfust ekki upp.

Pascal Gross og Glenn Murray náðu að jafna leikinn með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla og urðu lokatölur 3-3.

Að lokum átti Bournemouth heimaleik við nýliða Aston Villa og komust heimamenn tveimur mörkum fyrir leikhlé.

Jefferson Lerma fékk sitt annað gula spjald snemma í síðari hálfleik og því þurftu heimamenn að klára leikinn einum manni færri.

Mbwana Samatta, sem er nýkominn til Villa frá Genk, fór beint inn í byrjunarliðið og lék allan leikinn. Hann gerði eina mark Villa í dag á 70. mínútu en nær komust nýliðarnir ekki.

West Ham 3 - 3 Brighton
1-0 Issa Diop ('30 )
2-0 Robert Snodgrass ('45 )
2-1 Angelo Ogbonna ('47 , sjálfsmark)
3-1 Robert Snodgrass ('57 )
3-2 Pascal Gross ('75 )
3-3 Glenn Murray ('79 )

Bournemouth 2 - 1 Aston Villa
1-0 Philip Billing ('37 )
2-0 Nathan Ake ('44 )
2-1 Mbwana Samatta ('70 )
Rautt spjald: Jefferson Lerma, Bournemouth ('51)

Newcastle 0 - 0 Norwich
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner