Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. febrúar 2020 17:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stærsta forskot sem nokkurt lið hefur haft
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Liverpool endar þennan dag með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool vann 4-0 heimasigur gegn Southampton í dag. Eftir 25 leiki hefur Liverpool unnið 24 leiki, gert eitt jafntefli og ekki enn tapað leik.

Árangurinn hefur verið frábær og allt útlit er fyrir að Liverpool vinni sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 30 ár.

Tölfræðisnillingarnir á Opta segja frá því eftir leikinn að Liverpool hafi verið að setja nýtt met með þessum sigri. Forskot Liverpool, sem er eins og áður segir 22 stig, er nýtt met. Aldrei hefur annað lið endað dag í ensku úrvalsdeildinni með eins stórt forskot á toppi deildarinnar.


Athugasemdir
banner