Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 01. mars 2020 16:55
Elvar Geir Magnússon
De Gea segir að Gylfi hafi haft áhrif á sig
Mynd: Getty Images
Everton og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Umdeilt atvik átti sér stað í lokin þegar mark var dæmt af Everton.

Dominic Calvert-Lewin taldi sig hafa skorað sigurmarkið en VAR dæmdi markið af vegna rangstöðu. Gylfi Þór Sigurðsson var fyrir innan þegar skotið kom og var talinn hafa haft áhrif á leikinn.

„Þetta var líflegur endir á leiknum, við áttum að skora og svo kom dramatíkin hinumegin. David (de Gea) sagði mér að hann hafi verið truflaður af Gylfa," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.

Gylfi sat í grasinu eftir að David de Gea hafði varið frá honum úr hörkufæri nokkrum sekúndum áður.

„Markvarslan var mögnuð. Ég var 100% viss um að þetta yrði mark," sagði Solskjær.

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, telur að Gylfi hafi ekki hindrað útsýni De Gea og að markið hefði átt að standa. Ancelotti fékk rautt spjald fyrir að hella sér yfir dómarana eftir leik.

Sjá einnig:
Sjáðu markið sem VAR dæmdi ógilt
Keane kennir Gylfa um
Athugasemdir
banner
banner
banner