Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 01. mars 2020 13:51
Elvar Geir Magnússon
Krísufundur UEFA vegna veirunnar og komandi umspilsleikja
Icelandair
Aleksander Ceferin.
Aleksander Ceferin.
Mynd: Getty Images
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, kemur til Amsterdam í Hollandi í dag en þar fer fram tveggja daga árleg UEFA ráðstefna sem hefst á þriðjudaginn.

Búist er við því að ráðstafanir vegna kórónaveirunnar verði helsta umræðuefnið á ráðstefnunni.

Talað er um að ef útbreiðsla veirunnar heldur áfram verði mögulega að fresta EM landsliða og Meistaradeildinni. Það eru þó engar áætlanir þess efnis.

Það má gera ráð fyrir því að rætt verði um mögulegan viðbúnað vegna komandi umspilsleikja síðar í þessum mánuði. Breskir fjölmiðlar segja að umspilsleikirnir séu í hættu vegna veirunnar.

Ísland mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli 26. mars og sigurliðið mun leika úrslitaleik í Búlgaríu eða Ungverjalandi um sæti á EM alls staðar 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner