Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 01. mars 2021 12:53
Elvar Geir Magnússon
Zlatko Kranjcar látinn
Zlatko Kranjcar er látinn, 64 ára að aldri. Kranjcar var sóknarmaður og síðan þjálfari.

Hann spilaði yfir 250 leiki fyrir Dinamo Zagreb og lék fyrir landslið Júgóslavíu og Króatíu. Hann var fyrirliði Króatíu í þeirra fyrsta opinbera landsleik.

Hann kom króatíska landsliðinu á HM 2006 en liðið var með Íslandi í riðli í undankeppninni. Króatía vann Ísland 4-0 og 3-1 í þeirri undankeppni.

Sonur hans er Niko Kranjcar, fyrrum leikmaður Tottenham og Portsmouth.


Athugasemdir
banner