Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 01. mars 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eggert Gunnþór í kappi við tímann að ná fyrsta leik
Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Gunnþór Jónsson er í kappi við tímann að ná fyrsta leik í Bestu deildina. Hann er að glíma við meiðsli og þurfti að fara í aðgerð vegna þess.

Hann kemur til með að vera fjarri góðu gamni vegna meiðslana í fjórar til sex vikur.

Hann mun því að öllum líkindum ekkert koma meira við sögu á undirbúningstímabilinu.

FH spilar fyrsta leik í Bestu deildinni þann 10. apríl er liðið mætir Fram í Úlfarsárdal. Næsti leikur þar á eftir er gegn Stjörnunni í Kaplakrika.

Eggert Gunnþór er mikilvægur póstur í FH-liðinu en hann spilaði 25 leiki í deild og bikar á síðasta tímabili. Hann kom til FH frá SönderjyskE í Danmörku árið 2020.
Athugasemdir
banner