Tom Collomosse fréttamaður Daily Mail segir að miðjumaðurinn Matheus Nunes hjá Wolves fái fullkomið tækifæri í kvöld til að sýna hvað hann getur, Úlfarnir heimsækja Liverpool á Anfield.
„Pep Guardiola sagði eitt sinn að hann væri einn besti leikmaður heims og Liverpool hefur mikinn áhuga á honum. Í kvöld er fullkomið tækifæri fyrir hann að sýna af hverju," skrifar Collomosse.
„Pep Guardiola sagði eitt sinn að hann væri einn besti leikmaður heims og Liverpool hefur mikinn áhuga á honum. Í kvöld er fullkomið tækifæri fyrir hann að sýna af hverju," skrifar Collomosse.
„Það þarf ekki að horfa lengi á Nunes til að sjá að hann er með hæfileika. Hann er með góðan hreyfanleika í bland við líkamlegan styrk og flotta tækni. Miðað við hráefnið er auðvelt að sjá af hverju svona mörg stór félög hafa fylgst náið með honum."
Nunes er 24 ára og segir Collomosse að Liverpool muni velta því fyrir sér að fá hann til sín í sumar.
„Hann kostaði Wolves hinsvegar 38 milljónir punda og hefur ekki skorað og átt eina stoðsendingu. Hann hefur ekki unnið fyrir upphæðinni en honum til varnar er hann að aðlagast nýrri deild og nýju landi. Hann hefur unnið undir þremur stjórum; Bruno Lage, Steve Davis og Julen Lopetegui – og hefur verið færður milli hlutverk á miðsvæðinu."
„Besti kafli Nunes hjá Úlfunum hefur verið eftir HM og stjórinn Lopetegui virðist hafa fundið leið til að ná því besta út úr honum. Síðustu tvo leiki hefur Nunes hinsvegar ekki náð að sína sitt besta, í 1-0 tapi gegn Bournemouth og 1-1 jafntefli gegn Fulham."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 36 | 10 | 9 | 17 | 42 | 53 | -11 | 39 |
17 | Tottenham | 36 | 11 | 5 | 20 | 63 | 59 | +4 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |
Athugasemdir